Umhverfis- og framkvæmdaráð

17. desember 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 227

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1411176 – Strætó bs, farþegatalning haustið 2014

      Einar Kristjánsson hjá Strætó BS mætir til fundarins og kynnir farþegatalningu 2014.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1410644 – Strætó bs, Flex þjónusta, kynning

      Einar Kristjánsson hjá Strætó BS mætir til fundarins og kynnir flex-þjónustu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og leggur til við bæjarráð að Strætó bs verði heimilað að vinna áfram að þróun Flex þjónustu.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskildu í Vatnsendakrika.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð unir ekki þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð stóraukin vatnsvinnsla Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í Heiðmörk sé undanþegin mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Nú þegar liggja fyrir ítarlega rökstuddar sannanir um að fyrirhuguð dæling vatns úr Vatnsendakrikum hafi umtalverð áhrif á sjálfrennsli vatns úr vatnsbólunum í Kaldárbotnum og grunnvatn innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur lögmanni Hafnarfjarðarbæjar að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

    • 1412046 – Gróður fyrir fólk - samstarf við uppgræðslu í Krýsuvík 2015

      Ishmael David kynnir skýrslu fyrir 2014.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og heimilar sviðinu að vinna áfram með GFF að uppgræðslu í Krýsuvík.

    • 1308280 – Hvannavellir - umferðaröryggismál

      Tekið fyrir erindi Olgeirs Gestssonar dags 31. okt 2014. Erindið var áður til umfjöllunar í Skipulags- og byggingarráði.

      Tekið til umræðu.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2014

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun starfshóps sem skipaður er tveim fulltrúum frá meirihluta og einum frá minnihluta sem og 2 embættismönnum. Með hópnum starfa einnig fulltrúar frá Knattspyrnufélaginu Haukum.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað:$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna telja mikilvægt að íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að fara heildstætt yfir gildandi fyrirkomulag um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Hafnarfirði, sem og fyrirkomulag forgangsröðunar verkefna í samstarfi við ÍBH. Að okkar mati þarf að ljúka þeirri vinnu áður en farið er af stað með vinnuhópa sem fjalla eiga um uppbyggingu á einstaka svæðum.? $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar bóka:$line$ ?Tekið er undir mikilvægi þess að bygging og rekstur íþróttamannvirkja í Hafnarfirði sé skipulögð með heildstæðum hætti og sú vinna stendur nú þegar yfir. Gagnlegt sé í því samhengi að endurskipa þann starfshóp sem hér ræðir og efna þannig til samræðu milli aðila.?

    • 1411368 – Gauksás, lagning í snúningshaus

      Tekið fyrir áð nýju. Lögð fram umsögn Ólafs Helga Árnasonar lögmans.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir minnisblað Ólafs H Árnasonar lögfræðing og felur sviðinu að tilkynna hlutaðeigandi aðilum álit lögmanns, þar sem hann er ósammála túlkun lögreglunnar um að umrædd lagning “tengivagns” í snúningshaus brjóti ekki gegn lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar.

    • 1210013 – Göngu og hjólastígar í samvinnu við Vegagerðinar

      Á fundir bæjarstjórnar 10. des sl var eftir varandi vísað til ráðsins:$line$$line$Tillaga SV18 $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að til að haldið verði áfram því verkefni sem unnið var að á síðasta kjörtímabili og miðar að því bæta aðstöðu hjólreiða sem valkosts í samgöngumálum.$line$$line$Bókað var:$line$Lagt er til að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkti 7 atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs, 4 sátu hjá.

      Á fjárhagsáætlun 2015 hefur verið tryggt fjármagn til áframhaldandi uppbyggingu hjólareiða- og göngustíga. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka upp viðræður við Vegagerðina um áframhaldandi samstarf.

    Fundargerðir

Ábendingagátt