Umhverfis- og framkvæmdaráð

11. mars 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 232

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsark. mætti til fundarins og kynnti grænahluta skipulagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 10023387 – Verndarsvæði, drög að samningum

      Lögð fram drög að samningum um umsjón og rekstur friðlýstra svæða í Hafnarfirði milli Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samningana fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1502403 – Stofnvegir og gatnamót í Hafnarfirði

      Greint frá fundi með innanríkisráðherra 19.02.15.

      Lagt fram.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagt fram og tekið til umræðu.

      Lagt fram.

    • 1503052 – Viðhald gatna, malbik

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 1006282 – Hundasvæði

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir framkvæmdaleyfi skipulags- og byggingaráðs fyrir uppsetningu á lokuðu hundagerði á Hörðuvöllum.

    • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skoðað verði sérstaklega bekkir, gróður og stiklur í tjörnina. Jafnframt verði endurskoðuð lýsing á svæðinu. Óskað er eftir tillögum og kostnaðarmati.

    • 1309140 – Lækurinn, varphólmar

      Lagt fram erindi Guðmundar Fylkissonar dags 23. feb 2015 um áframhaldandi samstarf sem og uppsetningu á hárkamba.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi samstarf en samþykkir ekki uppsetningu hárkamba né matarstanda. Jafnframt er samþykkt að taka til reynslu rafeindafuglavörn við Hörðuvelli. Tekið er jákvætt í aðrar tillögur.

    • 1502245 – Umhverfis- og framkvæmdasvið - útboð og verksamningar 2015

      Lögð fram ósk um útboð 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi útboð.

    • 1502475 – Hjálparstarfs kirkjunnar, beiðni um samstarf vegna matjurtargarða sumarið 2015

      Lagt fram erindi Hjálparstarfs kirkjunnar varðandi samstarf um matjurtagarða 2015

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Hjálpastarfs kirkjunnar.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Kynnt tillaga að legu göngustígs frá Hlíðarþúfum upp að Sörlasvæði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að yfirfara hönnunina með tilliti til fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.

    • 1503095 – Ráðstefna um úrgangsmál 19. mars

      Boðað er til ráðstefnu um úrgangsmál sveitarfélaga á Hotel Reykjavík Nordica 19. mars 2015.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 39.

      Lagt fram.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð 347.

      Lagt fram.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir dags. 28. janúar 2015.

      Lagt fram.

Ábendingagátt