Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. apríl 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 234

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 1503454 – Uppbygging þema tengdra hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu

      Til fundarin mæta Davíð Samúelsson frá Höfuðborgarstofu og Kristínn Eysteinsson frá Umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og kynna verkefnið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir að taka þátt í verkefninu.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Kynntur samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Geymslusvæðisins hf um gatnagerðarframkvæmdir í Kapelluhrauni 2.

      Kynnt.

    • 1504034 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2015

      Lögð fram niðurstaða tilboða. Óskað er eftir heimild til að leita samninga við lægstbjóðanda, Hlaðbæ-Colas hf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila sviðinu að leita samninga við lægstbjóðanda, Hlaðbæ-Colas hf.

    • 1503052 – Viðhald gatna, malbik

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og leggur til við bæjarráð að auknu fjármagni verði veitt við viðhalds á yfirlögnum gatna. Eftir erfiðan vetur og uppsafnaða viðhaldsþörf síðustu ára er ljóst að áætlað fjármagn ársins sem er um 80 miljónir mun ekki duga til að halda viðunandi þjónustustigi. Viðhaldsþörf samkvæmt úttekt nú í vor er 280 miljónir vegna yfirlagna gatna en miðað við eðlilega viðhaldsþörf þarf um 125 miljónir árlega til málaflokksins.

    • 1504036 – Vegmerking í Hafnarfirði 2015

      Lögð fram niðurstaða tilboða.

      Lagt fram.

    • 1412249 – Villikettir í bæjarlandi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju og lagðar fram umsagnir Kattavinafélags Íslands, Dýraverndunarsambandsins og Heilbrigðiseftirlitsins.

      Lagt fram.

    • 1504045 – Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga, erindi varðandi villiketti í Hafnarfirði.

      Lagt fram erindi frá Dýraverndunarfélagi Hafnfirðinga dags 25. mars 2015 þar sem er óskað eftir samstarfi við bæinn með fjárstyrk til þeirra verkefna sem verða á þeirra höndum.

      Lagt fram.

    • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

      Samningur Fjölbreytts Úrvals hf vegna upplýsingaskiltis við Hellnahraun I tekinn til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grein 5. í samningunum verði breytt þannig að uppsetningu skuli vera lokið 15. maí 2015

    • 1504265 – Reykdalsvirkjun, stíflumannvirki

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð harmar nýlegt slys og sendir þakkir til starfsmanna Umhverfis og framkvæmda, svo og annarra sem komu að aðgerðum við Reykdalsstíflu. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar brugðust hratt og örugglega við með skjótum og faglegum viðbrögðum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Starfsmenn Umhverfis og framkvæmda gengu samdægurs í að tæma lónið þar sem slysið varð og komu þannig strax í veg fyrir frekari slysahættu af þessu tagi á svæðinu. Lónið verður ekki fyllt fyrr en fyrir liggur að hálfu hönnuða hvaða úrbætur verði gerðar þannig að fyrirbyggt verði að slys sem þetta verði aftur.$line$$line$Þetta atvik minnir á mikilvægi öryggismála í bænum, sem sífellt er unnið að og er nú þegar sérstaklega fylgt eftir í ljósi þessa atviks. Það er léttir að ekki fór verr en á horfðist og þeim sem urðu fyrir slysinu er óskað alls góðs við að komast yfir afleiðingar þessa atviks.

    • 1504248 – Vorheinsun 2015

      Lagt er til að vorhreinsun bæjarins verði 18-19. maí. Þessa daga verður Þjónustumiðstöðin á ferðinni og hreinsar garðúrgang frá íbúum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tímasetninguna.

    • 1504179 – Umsókn um graftrarleyfi utan lóðar

      Lögð fram umsókn Gámaþjónustunnar hf um graftrarleyfi frá Berghellu 1 að Hringhellu 6 vegna ljósleiðara.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og bendir á að þjónustan er til staðar í gegnum önnur fyrirtæki.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr 11

      Lagt fram.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr. 349

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt