Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. maí 2015 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 236

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Sigurður Haraldsson/Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

      Þráinn Hauksson frá Landslagi hf mætir til fundarins og kynnir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

    • 1504432 – Snjómokstur og hálkuvarnir 2015, ósk um aukið fjármagn

      Lögð fram samantekt um kostnað í snjó- og hálkuvörnum það sem af er 2015 og ósk um viðbótarfjármagn fyrir árið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að fjármagn til sjómoksturs- og hálkueyðingar verði aukið að lágmarki um 16.5mkr fyrir árið 2015 byggt á reynslutölum síðustu ára.

    • 1504036 – Vegmerking í Hafnarfirði 2015

      Tekið fyrir að nýju. Óskað er eftir heimild til að leita samninga við Vegverk ehf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við Vegverk ehf.

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við Rökkva verktaka ehf.

    • 15011068 – Hreyfivellir

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 1505145 – Umsókn um aðgang að Undirhlíðarnámum

      Lagt fram erindi GT Hreinsun ehf þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um möguleika á aðgengi að Undirhlíðarnámum.

      Lagt fram.

    • 1505013 – Leiðarendi og umhverfi hellisins

      Lagt fram erindi Árna B Árnason varðandi Leiðarenda.

      Lagt fram. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í vettvangsferð.

    • 1504466 – Samgönguvika 2015

      Berglind Guðmundsson á skipulags- og byggingarsviði mætir til fundarins og kynnir Samgönguviku.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðinu að skoða þá viðburði sem koma til greina í Samgönguvikunni.

    • 1502324 – Skólalóð Hvaleyrarskóla og efling hreyfingar

      Rætt um erindi frá foreldraráði skólans, vegna breytinga á lóð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar foreldraráðinu fyrir erindið og felur Fasteignafélaginu að fara yfir lóðina m.t.t mögulegra endurbóta. Umhverfis- og framkvæmdarráð felur Fasteignafélaginu að fara yfir ástand skólalóða í tengslum við fjárhagsáætlun 2016.

    • 1305150 – Flatahraun 14, húsnæðismál

      Deiliskipulag lóðarinnar tekið fyrir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að taka upp deiliskipulag reitsins.

Ábendingagátt