Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. september 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 242

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1509484 – Strætó, leiðarkerfi

      Einar Birkir Einarsson fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Strætó bs mætti á fundinn og fór yfir helstu tölur varðandi kostnað Hafnarfjarðarbæjar af rekstri Strætó og núverandi leiðarkerfi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að halda vinnufund næsta miðvikudag til að rýna leiðarkerfi Strætó.

    • 1509485 – Umhverfismál, almennt

      Umhverfismál tekin til umræðu og verkefni þeim tengd.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að starfslýsingu fyrir umhverfisfulltrúa á næsta fundi.

    • 1509207 – Miðbær, bílastæði

      Lagt fram erindi Miðbæjarsamtaka Hafnarfjarðar dags. 8. september 2015 þar sem óskað er eftir að bílastæðamál í miðbænum verði tekin til skoðunar.
      Bæjarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða málið og gera tillögur um úrbætur á fundi sínum 10. september sl.

      Lagt fram.

    • 1506279 – Sörli, ný reiðleið við Hvaleyrarvatn

      Tekið fyrir að nýju erindi reiðveganefndar Hestamannafélagsins Sörla sent í tölvupósti 12.6. sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti framkvæmdaleyfi 22.9.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

    • 1509463 – Umhverfisþing nr.IX 9. okótber 2015

      Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 1. september 2015 þar sm boðað er til Umhverfisþings 2015 9. október nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsþjónustu tekin til umfjöllunar. Að mestu óbreytt frá síðasta ári.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka fjárfestingaáætlun til umfjöllunar á næsta fundi.

    Fundargerðir

Ábendingagátt