Umhverfis- og framkvæmdaráð

18. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 246

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofan greindra ráðsmann sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofan greindra ráðsmann sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1410334 – Hraunvallaskóli, húsnæðismál

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi á umhverfis- og skipulagsþjónustu og Lars Imsland skólastjóri Hraunvallaskóla mættu til fundarins og fóru yfir þær breytingar sem gerðar voru á húsnæði skólans. Farið yfir heildarkostnað við verkið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Lögð fram lokaskýrsla starshópsins um framtíðarnotkun Víðistaðatúns.
      Berglind Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins og fór yfir skýrsluna.

      Umhverfis- og framvkæmdaráð vísar skýrslunni til umræðu við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

    • 1510391 – Sorphirða, auka pokar

      Teknar fyrir að nýju hugmyndir um að bæjarbúar geti keypt sérstaka poka fyrir aukasorp.

      Til umfjöllunar.

    • 0712004 – Lögreglusamþykktir, reglugerð

      Lögð fram til kynningar eftirfarandi afgreiðsla bæjarráðs á bifreiðastöðu í snúningshaus gatna:

      “Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breyting verði gerð á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað: 1. ml.3. mgr. 20. gr. hljóði svo: “Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, snúningshausum í botngötum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.”

      Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjarráðs á fundi sínum 11.11. sl.

      Til upplýsinga.

    • 1506006 – Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri kynnti stöðu vinnunnar.

      Til upplýsinga.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Lagt fram minnisblað Dags Jónssonar veitustjóra varðandi hugsanlega bótakröfur vegna vatnstöku í Vatnsendakrika í Heiðmörk.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að leita eftir sérhæfðri lögfræðiaðstoð í samráði við bæjarlögmann.

    • 1511123 – Deiliskipulag Þrihnúkagígs og nágrennis

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jón Viðars Sigurðssonar frá 4. nóv sl varðandi deiliskipulag Þríhnjúkagígs sem og svar veitustjóra.

      Til upplýsingar.

    • 1511126 – Þríhnúkagígur, deiliskipulag

      Tekin til umræðu deilskipulagslýsing fyrir Þríhnjúkagíg sem er í auglýsingu á vef Kópavogsbæjar.

      http://www.kopavogur.is/thjonusta/umhverfi-og-skipulag/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/grenndarkynningar/thrihnukagigur-verkefnislysing-deiliskipulag

      Frestur til að gera athugasemdir er til kl. 15:00 mánudaginn 30. nóvember 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna umsögn þar sem vatnsverndasjónarmið verði höfð í forgrunni.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun á Völlunum

      Tekin fyrir að nýju tilboð vegna mælitækja til umhverfisvöktunar á Völlunum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kaupa mælitæki skv. tilboðum, 3 tæki frá Medor og 1 frá Kemia.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Fjárfestingaráætlun tekin til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að halda vinnufund vegna fjárfestingaáætlunar á þriðjudaginn 24. nóvember nk. kl. 09:00.

    • 1411063 – Sorpa, grenndargámakerfi

      Lagðir fram til samþykktar samningar vegna samstarfs við Sorpu sem og milli sveitarfélaga vegna reksturs á grenndagámakefinu á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga fyrir sitt leyti.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Viðar Halldórsson formaður FH mætti til fundarins og fór yfir stöðu framkvæmda á svæðinu.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri sat ekki fundinn undir þessum lið.

      Til upplýsinga.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr. 228 frá 2. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá fundi 356 13. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt