Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. desember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 248

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Fjárfestingaáætlun tekin fyrir að nýju.

      Fulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Samkvæmt fjárfestingaáætlun á að hefja undirbúning að byggingu á íþróttahúsi á Ásvöllum strax á næsta ári. Áætlaðar eru 50 milljónir í það verkefni árið 2016 og stefnt er að því að húsið verði tekið í notkun árið 2017. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd verður væntanlega á bilinu 350 – 400 milljónir en ekkert kostnaðarmat liggur þó fyrir.
      Á sama tíma leggur meirihlutinn til mikinn niðurskurð á fjármagni til leik- og grunnskólastarfs sem meðal annars birtist í lokun leikskóladeilda en einnig eru boðaðar hækkanir á matarverði til eldri borgara og hækkanir á húsleigu til öryrkja svo eitthvað sé nefnt.
      Fulltrúar minnihlutans í Umhverfis- og framkvæmdaráði gagnrýna þessa forgangsröðun verkefna af hálfu meirihlutans og leggja til að frekar verði forgangsraðað í þágu grunnþjónustu í bænum.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Með fjárfestingaráætlun 2016 eru tekin mikilvæg skref til þess að hefja uppbyggingu innviða í bænum og þjónustu þar sem þörf er orðin brýn. Íþróttahús við Ásvelli mun nýtast sameiginlega í skólastarfi þriggja skólahverfa. Jafnframt er meginverkefni ársins 2016 að ljúka byggingu 4 deilda leikskóla við Bjarkavelli, sem fyrirhugað er að taka í notkun haustið 2016 og í undirbúningi er hönnun grunn- og leikskóla í Skarðshlíð, þar sem framkvæmdahraði mun fylgja uppbyggingu í hverfinu. Hönnun á nýju hjúkrunarheimili sem reist verður á Sólvangsreitnum er í undibúningi en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist haustið 2016. Fjármögnun nýs hjúkrunarheimilis er þríhliða samningur við ríkið og íbúðalánasjóð og kemur því ekki inn sem liður í fjárfestingaáætlun næsta árs. Í samgöngumálum verður lögð áhersla á að bæta hjólasamgöngur og gönguleiðir skólabarna og aldraðra auk þess sem undirbúningur á endurhönnun á Kaldárselsvegi og undirbúningur fyrir lagningu Ásvallabrautar heldur áfram. Umhverfismál fá aukið fjármagn þar sem í fyrsta skipti er sérstaklega ráðstafað fjármagni til fjárfestinga í umhverfispott sem síðan verður úthlutað úr til verkefna sem tengjast uppbyggingu á opnum svæðum og öðrum verkefnum sem auka lífsgæði íbúa hvað varðar hreyfingu og útivist.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun með 3 samhljóða atkvæðum og vísa henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Tekin fyrir að nýju drög að skýrslu starfshópsins sem frestað var á síðasta fundi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum skýrslu samstarfshópsins með eftirfarandi breytingu:
      “Starfshópurinn mælir með því að hafist verði handa við byggingu á árinu 2016 og að nýr æfingasalur verði tekinn í notkun vorið 2017 með fyrirvara um fjárhagsáætlun þess árs,” og vísar henni til bæjarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa VG:
      “Fulltrúar Samfylkingar og VG í Umhverfis- og framkvæmdarráði taka undir það að mikilvægt sé að tryggja viðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar í öllum hverfum bæjarins og mikilvægt að mat á þörf fyrir aðstöðu fari fram í nánu samstarfi bæjaryfirvalda og fulltrúa íþróttafélaganna. Það er þó eftir sem áður bæjarstjórnar að taka ákvarðanir um allar stærri fjárfestingar á vegum sveitarfélagsins með afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
      Eðlilegt er að fara með ákvörðun um þessa tilteknu framkvæmd í samræmi við það og vísa því til bæjarstjórnar að fjalla um hana í samhengi við aðrar forsendur tillögu til fjárhagsætlunar næsta árs og forgangsröðun útgjalda á árunum 2017-2019
      Þá er rétt að benda á að ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun á verkefninu að hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Telja fulltrúar minnihlutans það ekki vera til vitnis um vönduð vinnubrögð og ábyrga fjármálastjórn að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í framkvæmdir við byggingu nýrra íþróttamannvirkja fyrir mörg hundruð milljónir króna án þess að slík áætlun liggi fyrir.
      Fulltrúar minnihlutans vísa að öðru leyti til umfjöllunar bæjarstjórnar og áskilja sér rétt til að taka afstöðu til einstakra verkefna þegar fyrir liggur heildstæð tillaga um forgangsröðun í rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins til næstu ára.”

    • 1511126 – Þríhnúkagígur, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju.
      Lögð fram umsögn sviðsstjóra

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn sviðsstjóra.

    • 1510391 – Sorphirða, auka pokar

      Teknar fyrir að nýju hugmyndir um poka fyrir aukasorp.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í verkefnið sem tilraun og verða aukapokar seldir á 550 kr. og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu nánari útfærslu.

    • 1511193 – Hugtakið vistvangur, staðarval, ósk um samstarf

      Lagt fram erindi Gróður fyrir fólks í landnámi Ingólfs dags 16. nóvember 2015 varðandi samstarf um vistvang í landi Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti vinnu við deiliskipulag (endurskoðun) Skarðshlíðar.

      Til kynningar.

    • 1510438 – Krýsuvík, hreinsun

      Tekið fyrir að nýju erindi Garðyrkju ehf varðandi hreinsun á uppistöðum gamalla gróðurhúsa í Krýsuvík.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs til umsagnar.

    • 1511258 – Áramótabrenna 2015

      Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 10. nóvemeber 2015 varðandi brennustað. Einnig nýr samningur um umsjón brennunnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir brennustað í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur jafnframt umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga frá samningi við Hauka varðandi áramóta- og þrettándabrennu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt