Umhverfis- og framkvæmdaráð

13. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 250

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Sefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Sefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1601212 – Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2016

      Tekinn til umræðu snjóruðningur. Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti til fundarins og fór yfir stöðuna.

      Til upplýsinga.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1512269 – Sörli, snjómokstur

      Lagt fram erindi Hestamannfélagsins Sörla dags. 14. desember 2015 varðandi snjóruðning á reiðgötum.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1511193 – Hugtakið vistvangur, staðarval, ósk um samstarf

      Tekið fyrir að nýju erindi GFF varðandi samstarf um vistvang.

      Berglin Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfisfulltrúa að gera tillögu að svæði og drög að samningi fyrir næsta fund.

    • 1210013 – Göngu og hjólastígar í samvinnu við Vegagerðina

      Lagt fram bréf dags. 15. desember 2015 sem sent var Vegagerðinni varðandi áframhaldandi samvinnu við gerð göngu- og hjólastíga við stofnleiðir.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510438 – Krýsuvík, hreinsun

      Lagt fram endurnýjað erindi frá Garðyrkju ehf varðandi hreinsun í Krýsuvík dags 18. desember 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar áhugann en getur ekki orðið við erindinu.

    • 1512245 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC, kortlagning og mælingar

      Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun varðandi gerð hávaðakorta samkv. tilskipun EU 2002/49/EC dags. 11 desember 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Tekið til umræðu.
      Lögð fram samþykkt fræðsluráðs frá 16.12.2015.

      Lagt fram.

    • 1601083 – Dúfnakofar við Reykjanesbraut, bruni

      Tekið til umræðu en kofarnir standa á landi bæjarins utan markaðrar lóðar og þar af leiðandi óskráðir.
      Lagt fram erindi Skraut- og bréfdúfnafélagins dags 12.1.2016.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að skipulagsfuflltrúi og bæjarlögmaður skoði erindið fyrir næsta fund.

    • 1601342 – Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga

      Tekið til umræðu samkomulag við Vegagerðina vegna færslu stofnvega yfir til Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Tekið til umræðu umferðaröryggi á gatnamótum Reykjanesbrautar og Rauðhellu/Krýsuvíkurvegar.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð beinir því til Vegagerðar ríkisins og innanríkisráðuneytis að fara nú þegar í aðgerðir við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar til að tryggja öryggi þeirra sem aka þar um. Brýnt er að hraða framkvæmdum enda um að ræða einn fjölfarnasta veg landsins. Reynist ekki unnt að fara í framkvæmdir nú þegar er farið þess á leit við Vegagerð að sett verði upp ljósastýring á gatnamótunum. Hér er um að ræða eitt stærsta atvinnusvæði landsins og umsvif fyrirtækja og fjöldi að aukast á ári hverju. Um gatnamótin aka a.m.k. 217.000 stórir flutningarbílar á ársgrundvelli eða að meðaltali 93 trukkar á klukkustund samkvæmt tölum frá sex stórum fyrirtækjum á svæðinu. 156 fyrirtæki eru með virka starfsemi á svæðinu og má áætla að starfsmenn séu a.m.k. í kringum 1.700 talsins. Íbúar á svæðinu eru rétt tæplega 5.000 og er reyndin sú að stór hluti þeirra sem býr í hverfum innarlega á Völlum nýtir þessi gatnamót til og frá vinnu og á ferðum sínum um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt skráningum lögregluskýrslna eru tjónuð ökutæki á gatnamótum 14 bílar og 1 reiðhjól á tveggja ára tímabili. Fjöldi slasaðra eru þrír einstaklingar. Í þessar tölur vantar öll tilfelli sem tilkynnt eru beint til tryggingarfélaga án aðkomu lögreglu. Rekstraraðilar á svæðinu hafa lýst yfir verulegum áhyggjum af öryggi starfsmanna sinna og hafa þrýst á bæjaryfirvöld að grípa til viðeigandi þrýstiaðgerða áður en til dauðaslyss kemur.

    • 1601046 – Krýsuvík,landbótasjóður Landgræðslunnar 2016

      Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr landbótasjóði Landgræðslunnar en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til ma. sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 2o. janúar og styrkir sjóðurinn m.a. endurheimt votlendis.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sækja um styrk úr sjóðnum til endurheimtingu votlendis í Bleiksmýri austan við Arnarfell í Krýsuvík. Í greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar fyrir Krýsuvík kemur fram að votlendi er það gróðurlendi sem mest gildi hefur út frá verndunarsjónarmiði.

    Fundargerðir

    • 1410489 – Staðardagsskrá 21, fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir samráðsfunda staðardagskrárfulltrúa höfuðborgarsvæðiisins frá 23. nóvember og 9. desember 2015.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Lagt fram til kynningar.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr 233

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt