Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. mars 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 255

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindr ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindr ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1603370 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

      Lagt fram erindi Tinnu Bessadóttur dags. 16.3.2016 þar sem óskað er eftir að hafa umsjón með Oddrúnarbæ í Hellisgerði sumarið 2016.
      Tinna mætti á fundinn og kynnti hugmyndir sínar.

      Björn B. Hilmarsson yfirverkstjóri Þjónustumiðstöðvar mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vísar erindinu til umsagnar hjá menningar- og ferðamálanefnd.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Farið yfir stöðuna.

      Fjárfestingaráætlun yfirfarin.

    • 1603222 – Gatnakerfið, viðhald, endurnýjun, átak

      Tekið fyrir erindi SSH dags. 8. mars 2016 varðandi átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis.
      Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Verður tekið til umfjöllunar á aukafundi miðvikudaginn 30. mars nk.

    • 1603167 – Viðhald húsnæðis 2016

      Viðhaldsáætlun húsnæðis 2016 tekin til umræðu.

      Verður tekið til umfjöllunar á aukafundi miðvikudaginn 30. mars nk.

    • 1510009 – Gervigrasvellir

      Endurnýjun á dekkjakurli á gervigrasvöllum tekin til umræðu.
      Lögð fram bókun bæjarráðs vegna málsins.
      Einnig lögð fram úttektarskýrsla SportTækja ehf á völlunum dags. 16.3. sl.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna að málinu með íþróttafulltrúa.

    • 1603275 – Hafnarfjörður, straumleysi

      Straumleysi í Hafnarfirði tekið til umræðu.

      Umhverfis og framkvæmdaráð óskar eftir skýringum vegna síendurtekins straumleysis í Hafnarfirði á undanförnum árum. Óskað er eftir yfirliti yfir tíðni straumleysis og ástæður. Einnig er óskað eftir viðbragðsáætlun HS veitna ehf ef kemur til alvarlegra bilanna í dreifistöðvum t.d. Hamranesi eða við Öldugötu.

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Lagður fram listi yfir eignir sveitarfélagins.

      Lagt fram til skoðunar fyrir næsta fund.

    • 16011142 – Jólatrjáahreinsun

      Tekið til umræðu að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja af þjónustu við hirðingu jólatrjáa frá heimilum frá og með janúar 2017.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Rýni á leiðarkerfi Strætó sem stendur yfir tekið til umfjöllunar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun á Völlunum

      Lögð fram skýrsla Nýsköðunarmiðstöðvar Íslands um umhverfisvöktun á Norðurhellu des 2014 til nóv 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með niðurstöður mælinganna sem sýna að styrkur á ólífrænum snefilefnum við Norðurhellu er almennt lágur og vel undir viðmiðunarmörkum um andrúmsloft á Íslandi.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Teknar fyrir áætlaðar framkvæmdir og kostnaður vegna breytinga á deiliskipulaginu, 1. áfanga.

      Til umræðu.

    Fundargerðir

    • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

      Lögð fram fundargerð nr. 18,19 og 20.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram fundargerðír stýrihóps nr 5 og 6.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs nr.239

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr. 46.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt