Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 257

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1603663 – Strætó bs, farþegatalning haustið 2015

      Ragnheiður Einarsdóttir frá Strætó mætti á fundinn og kynnti farþegatalningu 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603222 – Gatnakerfið, viðhald, endurnýjun, átak

      Tekið fyrir að nýju erindi SSH frá 8.3. sl. varðandi átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis sem bæjarráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir frekari upplýsingum frá SSH um hvaða skuldbinding felst í fyrirhuguðu samstarfi milli sveitarfélaga um átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Vegtengingar milli hverfanna teknar til umræðu.

      Til umræðu.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfuflltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.
      Komið hefur fram að gífurlegt álag er á svæðinu en um 20.000 manns koma árlega í hellinn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að skipulags- og byggingarráð geri skipulagslýsingu fyrir umhverfi Leiðarenda.
      Jafnframt er óskað eftir að lýsingin komi til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs á vinnslustigi.

    • 1506159 – Samstarf um merkingar hjólastíga fyrir höfuðborgarsvæðið

      Kynnt vinna sem stendur yfir.

      Til upplýsinga.

    • 0701265 – Fatlaðir, aðgengi

      Kynnt staða verkefninsins varðandi aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins.

      Til upplýsinga.

    • 1604025 – Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Seltún

      Lagt fram bréf Ferðamálastofu dags. 31.3. sl. þar sem tilkynnt er að Hafnarfjarðarbær hafi hlotið styrk úr sjóðum til frekari uppbyggingu í Seltúni.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð frá 16. mars sl..

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram fundargerð stýrihópsins nr. 7

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt