Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 258

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Bára Friðriksdóttir varamaður
 • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Lilja G Karlsdóttir samgönguverkfræðingur mætti til fundarins og kynnti stöðuna á endurskoðun á leiðarkerfinu í Hafnarfirði.

   Einar Birkir Einarsson stjórnarmaður Hafnarfjarðar í Strætó bs mætti einnig á fundinn.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra Strætó bs varðandi endurskoðun á leiðarkerfinu í Hafnarfirði.

  • 1604033 – Vegmerking í Hafnarfirði 2016

   Lögð fram tilboð sem bárust í vegmerkingar.
   Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir tilboðin.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda.

  • 1604032 – Malbiksviðgerðir í Hafnarfirði 2016

   Lögð fram tilboð sem bárust í malbiksviðgerðir.
   Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir tilboðin.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda.

  • 1604031 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2016

   Lögð fram tilboð sem bárust í yfirlagnir.
   Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir tilboðin.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda.

  • 1604260 – Vorhreinsun 2016

   Vorhreinsun í Hafnarfirði verður fyrstu vikurnar í maí.
   Ishmael David verkefnisstjóri fór yfir verkefnið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða vinnu við skipulag á vorhreinun bæjarins.

  • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

   Lögð fram tilboð sem bárust í stækkunina.
   Ishmael David verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir tilboðin.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda.

  • 1604401 – Framkvæmdir Gagnaveitu Reykjavíkur hf vegna ljósleiðaravæðingar

   Lagðar fram upplýsingar um framkvæmdir Gagnaveitu Reykjavikur vegna ljósleiðaravæðingar í Suðurbæ og Holtinu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar framkvæmdir í samræmi við framlögð gögn.

  • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

   Endurskoðað deiliskipulag Skarðshlíðar tekið til umfjöllunar.
   Jafnframt er óskað eftir útboðsheimild vegna framkvæmda sem þarf að fara í vegna breytts skipulags.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 4 apríl sl. varðandi frestun samningsgerðar vegna hönnunar við Sólvang en kröfu um afléttingu frestunar er hafnað.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Lögð fram afgreiðsla bæjarráðs frá 14. apríl sl. varðandi beiðni um viðbótarhúsnæði að Flatahrauni 14 fyrir Brettafélagið.
   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

   Afgreiðslu frestað.

  • 1603370 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

   Tekið fyrir að nýju erindi Tinnu Bessadóttur dags. 16.3.2016 þar sem óskað er eftir að hafa umsjón með Oddrúnarbæ í Hellisgerði sumarið 2016.
   Umsögn menningar- og ferðamálanefndar liggur fyrir sem gerir ekki athugasemd við erindið en minnir á mikilvægi þess að skýrar umgengnisreglur liggi fyrir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila notkun á Oddubær í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

  • 1409586 – Umhverfisvöktun, Hafnarfirði

   Lagðar fram skýrslur Heilbrigðiseftirlitsins um umhverfisvöktun í Hafnarfirði 2015, annars vegar ÍSAL og hins vegar Hvaleyrarholt .

   Lagt fram.

  • 1511193 – Hugtakið vistvangur, staðarval, ósk um samstarf

   Lögð fram gróðuráætlun vegna vistvangs í Krýsuvík.
   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti á fundinn vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga frá samningi við Gróður fyrir fólk.

  • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti á fundinn og fór nánar yfir stöðu málsins.

   Til upplýsinga.

  Fundargerðir

  • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

   Lögð fram fundargerð nr.241.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

   Lögð fram fundargerð stýrihóps nr. 8 ásamt fylgiskjölum.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt