Umhverfis- og framkvæmdaráð

1. júní 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 261

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundurinn hófst á skoðunarferð í leikskólann á Bjarkarvöllum kl 8:15[line][line]Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Fundurinn hófst á skoðunarferð í leikskólann á Bjarkarvöllum kl 8:15[line][line]Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1604258 – Sumarvinna, vinnuskóli 2016

      Forsvarsmenn Vinnuskólans og yfirverkstjóri Þjónustumiðstöðvar mættu til fundarins og kynntu stöðuna á sumarvinnu barna og unglinga hjá Hafnarfjarðarbæ. Mikil fækkun hefur orðið á umsóknum um sumarvinnu.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1605417 – Verðkönnun vegna iðnaðarmanna 2016

      Kynntar niðurstöður verðkannana vegna vinnu iðnarmanna fyrir Hafnarfjarðarbæ 2016.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1509278 – Járnmaðurinn 2016

      Lögð fram beiðni 3SH um lokun gatna vegna Þríþrautardagsins 2016 sem haldinn verður 3. júlí nk.
      Ishmael David á framkvæmda- og rekstrardeild mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun um lokanir gatna og stíga vegna keppninnar.

    • 1605460 – Landsnet, kerfisáætlun 2016-2025, matslýsing

      Lagður fram tölvupóstur Landsnets hf dags. 24. maí 2016 þar sem kynnt er að matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2016-2025 er aðgengileg á heimasíðu fyrirækisins. Ábendingar og athugasemdir við áætlunina þurfa að berast eigi síðar en 15. júní nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602185 – Þjóðhátíðardagur, 17. júní

      Ishmael David á framkvæmda- pg rekstrardeild mætti á fundinn og kynnti lokanir gatna vegna 17. júní.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lögð fram fundargerð starfshópsins nr. 11

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð nr. 244

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð nr. 361.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

      Lögð fram fuyndargerð nr. 23.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt