Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. september 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 265

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varabæjarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarskrifstofustjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarskrifstofustjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

      Tekið fyrir að nýju.
      Hrönn Jörundsdóttir frá Matís mætti á fundinn og kynnti niðurstöður rannsóknar á örplasti í Hraunavík.

      Til upplýsinga.

    • 1506006 – Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri kynnti stöðu verkefnisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þess að samráðshópurinn skili af sér niðurstöðum varðandi framtíðarvatnsnýtingu og vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Dagur Jónsson veitustjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

      Til upplýsinga.

    • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

      Tekið fyrir að nýju beiðni félagsins Villikatta um samstarfssamning.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1609200 – Villikettir, erindi

      Lagt fram erindi Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga og Óskasjóður Púkarófu sent í tölvupósti 13. september sl. varðandi umönnun villikatta.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar að lagfæringum að gatnamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

      Lagt fram til kynningar.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri bókanir sínar varðandi að umferðaröryggi sé tryggt á þessum gatnamótum.

    • 16011142 – Jólatrjáahreinsun

      Tekið til umfjöllunar að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vekja athygli á að Hafnarfjarðabær mun ekki hirða jólatré frá heimilum eftir næstu jól og opnast þá möguleikar fyrir félagasamtök að taka verkefnið að sér.

    • 0903245 – Garðlönd Hafnarfjarðar

      Tekið til umræðu.
      Nýting á garðlöndum og skólagörðum hefur ekki verið góð undanfarin ár.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hvíla garðlöndin í Vatnshlíð í að minnsta kosti 1 ár.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi

      Lagt fram erindi Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar dags. 16.9.2016 varðandi hundagerði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til skipulags- og byggingarráðs að finna heppilegan stað fyrir hundagerði.

    • 1609354 – Sjálfbært Ísland, boð um stofnaðild

      Lagt fram erindi Bros bræðra sf sent í tölvupósti 12. september sl. varðandi Sjálfbært Íslands, boð um stofnaðild.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt