Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. október 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 267

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608808 – Sorpa bs, árshlutareikningur janúar-júní 2016

      Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs og Rósa Guðbjartsdóttir fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Sorpu mættu á fundinn.

      Til upplýsinga.

    • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

      Vala Jónsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá ReSource International mætti á fundinn og fór yfir hugsanlegar leiðir til úrbóta.

      Til umræðu.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi frá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar

      Lagt fram erindi Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar dags. 16.9. 2016 varðandi hundagerði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggignarráðs.

    • 1609200 – Villikettir, erindi

      Tekið fyrir að nýju erindi Dýraverndunarfélags Hafnarfirðingi og Óskasjóðs Púkarófu varðandi umönnun villikatta.
      Lagður fram tölvupóstur frá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar og Óskasjóði Púkarófu frá 4. októbers.l.

      Lagt fram.

    • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

      Tekin fyrir að nýju beiðni félagsins Villikatta um samstarfssamning.
      Lagður fram tölvupóstur frá formanni Dýraverndarsambands Íslandsdags. 23.9.2016.
      Einnig lagður fram tölvupóstur frá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar og Óskasjóði Púkarófu frá 4. októbers.l.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Villiiketti.is um tilraunaverkefni til eins árs.

    • 16011142 – Jólatrjáahreinsun

      Auglýsing vegna fyrirhugaðra breytinga tekin til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu.

    • 1603275 – Hafnarfjörður, straumleysi

      Lagt fram svar HS Veitna hf dags. 26. september 2016 við erindi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23. mars 2016 varðandi síendurtekið straumleysi í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1609650 – Heimsmeistaramót öldunga í Hálandaleikum 2017

      Lagt fram erindi Péturs Guðmundssonar sent í tölvupósti 20. september s.l. þar sem óskað er eftir afnotum af Víðistaðatúni til að halda heimsmeistaramót öldunga í Hálandaleikum 2017.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

Ábendingagátt