Umhverfis- og framkvæmdaráð

19. október 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 268

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóti og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóti og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Fulltrúar Strætó bs mættu til fundarins og kynntu skoðun á hugmyndum um breytingar á leiðarkerfinu.

      Kynning.

    • 1610150 – Vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu

      Fulltrúar Veitna ohf (dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur) mættu til fundarins og fóru yfir greiningu á vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu.

      Kynning.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Fjárhagsáætlun 2017 tekin til umfjöllunar að nýju.

      Afgreiðslu frestað til aukafundar á mánudaginn 24.10. klukkan 08:15.

    • 1609616 – Umhverfis- og skipulagsþjónusta, gjaldskrár 2017

      Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2017

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrártillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

    • 1605058 – Landsáætlun, ferðamannastaðir, ástand og uppbyggingarþörf

      Lögð fram drög að „Landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum”. Óskað er eftir umsagnir berist fyrir 2. nóvember n.k.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar framkominni áætlun.

    • 1610174 – Ársfundur Náttúruverndanefnda 2016

      Lagður fram tölvupóstur Umhverfistofnunr frá 12.10.2016 þar sem gerð er grein fyrir að dagana 10. og 11. nóvember 2016 verða haldnir ársfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1610258 – Saltkaup fyrir Hafnarfjarðarbæ 2016

      Lögð fram niðurstaða útboðs á saltkaupum fyrir Hafnarfjarðarbæ. Tvö tilboð bárust.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda, Saltakaup.

    Fundargerðir

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. nr. 367

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt