Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 270

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bára Friðriksdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

      Framhald umræðu um hugsanlegar leiðir til úrbóta.

      Til umræðu.

    • 1605488 – Ályktun gegn mansali

      Farið yfir tillögu að texta í útboðsskilmálum með hliðsjón af ályktum um mansal sem samþykkt var í bæjarstjórn 25.5.2016.

      Tillaga að texta: Yfirlýsing á tilboðsblaði

      Með undirritun tilboða lýsir bjóðandi því yfir að hann mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Jafnframt tryggir verktaki og ber ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni.
      Að auki ber bjóðandi ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaðar eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda. Bjóðandi ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar

      Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar.“

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu að yfirlýsingu á tilboðsblað.

    • 1609597 – Víðistaðatún, snjóbrettamót

      Jóhann Óskar Borgþórsson formaður brettafélags Hafnarfjarðar óskar eftir því í tölvupósti dags. 26. september 2016 að halda snjóbrettamót í mars 2017. Nánari tímasetning fer eftir veðri.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1610427 – Brennuhald í Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis send í tölvupósti 17. október 2016.
      Halldór Ingólfsson mætir á fundinn.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun, Hafnarfirði

      Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mætti á fundinn og fór yfir stöðuna.

      Til upplýsinga.

    • 1610436 – Öldutúnsskóli, ósk um hirðun á plasti

      Lagt fram erindi Öldutúnsskóla þar sem óskað er eftir að hirt verði plast frá skólanum.
      Ishmael David hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju.

      Til umræðu.

    • 1610453 – Snjómokstur og hálkuvarnir 2016-2017

      Tekin til umræðu snjó- og hálkuvarnir á stígum.
      Lögð fram niðurstaða tilboða í snjó- og hálkuvarnir.
      Halldór Ingólfsson hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn og fór yfir tilboðin.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda Universal.

    • 1608767 – Jólaþorp 2016

      Lögð fram ósk um lokanir á Strandgötu í tengslum við opnunartima Jólaþorpsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn hagsmunaaðila um hvernig til tókst í fyrra.

    Fundargerðir

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Fundargerð stjórnar Strætó bs. nr. 252 lögð fram.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt