Umhverfis- og framkvæmdaráð

14. desember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 273

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Farið yfir stöðu málsins.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og fór yfir úrskurð vegna þjóðlendumála á svæðinu og staðarmörk. Einnig Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi.
      Lagt fram erindi Hellrannsóknarfélagsins sent í tölvupósti 9.12.2016.

      Lagt fram.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar jafnframt eftir að menningar- og ferðamálanefnd skoði málið með tillit til framtíðarnotkunar.

    • 1612139 – Áramótabrenna 2016

      Lagt fram til kynningar fyrirkomulag áramótbrennunnar við Haukasvæðið.
      Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti á fundinn vegna þessa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leyti.

    • 1611318 – Umhverfis- og skipulasþjónusta, útboð og verksamningar 2017

      Lagt fram yfirlit yfir útboð og verksamninga 2017.
      Halldór Ingólfsson verkefnisstjórinn mætti á fundinn vegna þessa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninga vegna vegmerkinga og malbiksviðgerða um 1 ár en þeir voru boðnir út til 1 árs á þessu ári og fara í útboð á malbiksyfirlögnum, grasslætti og beðahreinsum sem og viðhaldsþáttum fasteigna.

    • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla

      Orkusalan hf hefur gefið Hafnarfjarðarbæ til uppsetningu rafhleðslustöð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að finna staðsetningu í miðbænum fyrir hleðslustaurinn.

    • 0701265 – Fatlaðir, aðgengi

      Lagðar fram skýrslur um aðgengi í grunnskólum bæjarins.

      Lagt fram.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lögð fram tilboð vegna íþróttasalar 2 við Ásvelli.
      Lagt er til að umhverfis- og framkvæmdarráð samþykki að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda SÞ-verktaka.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram útboðsgögn vegna jarðvinnu hjúkrunarheimilis við Sólvang. Einnig lagðar fram fundargerðir starfshóps nr. 21 og 22.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt