Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. mars 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 278

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjóndóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Lagður fram tölvupóstur Árna Stefánssonar f.h. Verndunarnefndar Hrfí, dags. 2. mars 2017, varðandi málefni hellisins og verndun hans.
      Árni Stefánsson og Guðmundur Þorsteinsson frá Hellarannsóknarfélaginu og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur mættu á fundinn.
      Framhald umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða kynningu.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Framhald umræðu um sorpflokkun og endurvinnslu plasts.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir umræðu hjá starfshóp tæknimanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi flokkun og endurvinnslu á plasti.
      Framhald umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að farnar verði samræmdar leiðir varðandi frekari flokkun sorps á höfuðborgarsvæðinu.

      Jafnframt felur ráðið starfsmönnun umhverfis- og skipulagsþjónustu að undirbúa sérsöfnun á plasti í orkutunnuna (gráu tunnuna) með hliðsjón af því tilraunaverki Sorpu á Seltjarnarnesi.

    • 1610436 – Öldutúnsskóli, ósk um losun á plasti

      Tekið fyrir að nýju erindi Öldutúnsskóla frá 27. október 2016 þar sem óskað er eftir að hirt verði plast frá skólanum.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti á fundinn.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar til bókunar í 2. dagskrárlið, Sorpflokkun, endurvinnsla plasts.

    • 1702066 – Norðurberg, ósk um endurvinnslutunnu fyrir plast og ál.

      Lagt fram erindi leikskólans Norðurberg dags. 2. febrúr 2017 þar sem óskað er eftir endurvinnslugám/tunnu fyrir plastumbúðir og ál.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar til bókunar í 2. dagskrárlið, Sorpflokkun, endurvinnsla plasts.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að málmar geta farið lausir í orkutunnuna og eru teknir frá öðru sorpi með segli.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá bæjarstjórnarfundi 18. janúar s.l. varðandi endurskoðun á umhverfis- og suðlindastefnu bæjarins tekin fyrir að nýju sem og tillaga um markvissa vinnu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

      Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og VG frá 25. janúar s.l.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti á fundinn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir starfshópinn.

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir heimild til að bjóða út 3. áfanga stækkunar kirkjugarðsins í samvinnu við Kirkjugarðar Hafnarfjarðar

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að bjóða verkið út.

    • 1702245 – Gróður fyrir fólk, samstarf

      Verkefni GFF í Krýsuvík 2017 tekin fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja 500 þús.kr. aukalega í verkefnið á afmælisári samtakanna.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Framkvæmdir á Víðistaðatúni 2017 teknar til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða sérstaklega reit í kringum grillhús með tilliti til frekari uppbyggingar í samræmi við skipulags svæðisins og tillögur starfshóps.

    • 1610453 – Snjómokstur og hálkuvarnir 2016-2017

      Snjómokstur vetrarins tekinn til umfjöllunar.
      Halldór Ingólfsson verkefnisstjóri mætti til fundarins.

      Til umfjöllunar.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Gerð grein fyrir fyrirhugaðri skólabyggingu og opnum tilboða í forvali alútboðs vegna skóla í Skarðshlíð.
      Tilboð bárust frá 4 aðilum.

      Til upplýsinga.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram fundargerð frá starfshópi nr. 25 og útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt