Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 280

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

      Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar mætti til fundarins og fór yfir málið.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1703019 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2017

      Lögð fram niðurstaða útboðs, 2 tilboð bárust. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf.

    • 1703436 – Hellnahraun 2 og 3 , Krýsuvíkurvegur, hringtorg

      Óskað er eftir útboðsheimild til að bjóða út nýtt hringtorg við Krýsuvíkurveg/Hellnahraun/Ásvallabraut í samvinnu við Vegagerðina.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð á hringtorgi við Krýsuvíkurveg/Hellnahraun/Ásvallabraut .

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Lögð fram niðurstaða útboðsins. 6 tilboð bárust. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Stálborg ehf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Stálborg ehf.

    • 16011223 – Rafbílar, hleðslustöðvar

      Lagt fram minnisblað framkvæmda- og rekstrardeildar dags. 21.3. 2017 varðandi tilboð í þjónustu og búnað rafhleðslustöðva, 4 tilboð bárust.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við Ísorku í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

    • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

      Losun örplasts tekin til umfjöllunar á ný.
      Lagt fram minnisblað ReSource International dags. 28. mars 2017 um sýnatöku og greiningu á magni örplasts í fráveitukerfi Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í sýnatöku og greiningu á magni örplasts í fráveitukerfi Hafnarfjarðar.

    • 1411212 – Borgarlína

      Framhald umræðu. Skoðun á valmöguleikum varðandi legu línunnar innan Hafnarfjarðar er að fara í gang.

      Til upplýsinga.

    • 1703438 – Bæjartorg, gróðursetning

      Kynnt fyrirhuguð gróðursetning á Bæjartorgi.

      Til upplýsinga.

    • 1703437 – Viðhald húsnæðis 2017

      Viðhald á stofnunum bæjarins tekið til umfjöllunar. Farið yfir helstu viðhaldsverkefni í grunnskólum og leiksskólum.

      Til upplýsinga.

    • 1703439 – Vorhreinsun 2017

      Vorhreinsun 2017 tekin til umfjöllunar, verður með svipuðum hætti og síðasta ár.

      Til upplýsinga.

    • 1703372 – Ósk um nýjan rekstrarsamning og stuðning Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda

      Lagt fram erindi Kvartmíluklúbbsins dags. 23. mars 2017 um endurskoðun rekstrarsamning við Hafnarfjarðarbæ. Einnig er óskað eftir stuðningi Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda við lagningu hringakstursbrautar og frágang öryggisvæða umhverfis akstursbrautir félagsins.
      Íþrótta- og tómstundarnefndar vísaði erindinu varðandi stuðning við framkvæmdir til ráðsins á fundi 29. mars 2017.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu í vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

    Fundargerðir

Ábendingagátt