Umhverfis- og framkvæmdaráð

3. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 282

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704460 – Kaldárselsvegur, framkvæmdir við stíg

      Kynnt staða verkefnisins.

      Til upplýsinga.

    • 1701478 – Frísbígólfklúbbur Hafnarfjarðar, Víðistaðatún

      Tekið fyrir að nýju erindi formans Frisbígolfklúbbs Hafnarfjarðar dags. 24. janúar sl um stækkun og endurskoðun vallarins á Víðistaðartúni.
      Erindinu var vísað til sviðsins frá íþrótta- og tómstundarnefnd 1. febrúar s.l.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn deilskipulagshönnuðs.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Framhald umræðu um framkvæmdir á Víðistaðatúni 2017.
      Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri mætir á fundinn og kynnti hugmyndir um leiktæki.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn deilskipulagshönnuðs.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Framhald umræðu.
      Lögð fram drög að aðgerðaráætlun.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja í gang vinnu við kostnaðarmat á tillögu um um aðgerðaráætlun vegna verndunar og nýtingar á Leiðarenda og nágrenni hans og felur sviðinu að leggja fram tímasetta kostnaðaráætlun á næsta fundi. Ráðið vill árétta að hér er um að ræða tilraunaverkefni um uppbyggingu á þjónustu við náttúruperlur í bæjarlandi Hafnarfjarðar. Reynsla verkefnisins mun ef vel tekst til nýtast til frekari uppbyggingar og útvistunar sambærilegra verkefna en í landi Hafnarfjarðar eru fjölmagrar náttúruperlur sem bæði innlendir og erlendir ferðamenn myndu hafa áhuga á að skoða með bættu aðgengi og þjónustu.

    • 1704355 – Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, 333. mál, beiðni um umsögn

      Farið yfir frumvarpið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að tekið verði sérstaklega á mengun vegna örplasts og nauðsynlegar aðgerðir vegna þess en gerir ekki athugasemdir að öðru leyti.

    • 1704507 – Jarðvegsframkvæmdir vegna lagningu ljósleiðara

      Lagt fram erindi Mílu, sent í tölvupósti 26. apríl 2017, varðandi jarðvegsframkvæmda í sveitarfélaginu vegna lagningu ljósleiðara.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka upp viðræður við aðila málsins.

    • 1704173 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður

      Lagt fram erindi Golfklúbbsins Keilis dags. 9. apríl 2017 þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingar á Hvaleyrarvelli, 2. og 3. áfanga.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað.

    • 1704388 – Umhverfis- og veitustjóri, ráðning

      Tekin fyrir að nýju breyting á starfi sem áður var skilgreint sem veitustjóri en verður umhverfis- og veitustjóri.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa starfið.

    Fundargerðir

Ábendingagátt