Umhverfis- og framkvæmdaráð

14. júní 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 286

Mætt til fundar

  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir.

Ritari

  • Sigurður Haraldsson sviðsstjóri

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir.

  1. Almenn erindi

    • 1704182 – Hjólastöðvar í Hafnarfirði

      Lagt fram svar WOW varðandi hjólastanda í Hafnarfirði.

      Lagt fram svarbréf frá WOW.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lagt fram svar Strætó varðandi kostnað við breytingar á leið 21.

      Lagt fram svar Strætó, samkvæmt svarbréfinu, er ekki aukinn kostnaður fyrir Hafnarfjarðarbæ vegna leiðar 21.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfisfulltrúa í samráði við samskiptafulltrúa að óska eftir ábendingum um fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði/stofnanalóðir.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Kynnt staða verkefnisins.

      Helga Björg formaður starfshópsins fór yfir stöðu á verkefninu.

    • 1703437 – Viðhald húsnæðis og lóða 2017

      Kynnt staða verkefna.

      Helga Stefánsdóttir fór yfir stöðu viðhalds eigna.

    • 1703344 – Lækjargata 2 (Dvergur), umsókn um niðurrif

      Þrjú tilboð bárust í niðurrif Lækjargötu 2.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð gerir ekki athugasemd við gönguleiðina.

    Fundargerðir

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð nr. 266, með fylgigögnum.

Ábendingagátt