Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. september 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 289

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

      Farið yfir hvernig starfið gekk í sumar.
      Íþrótta- og tómstundafulltrúi, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar og garðyrkjustjóri mættu á fundinn og fóru yfir málið.

      Til umræðu.

    • 1708723 – Samgönguvika, 2017

      Lögð fram kynning á Hjólum til framtíðar 2017- ánægja og öryggi. Haldin verður ráðstefna í Hafnarfjarðarbæ 22. sept. n .k. undir heitinu Hjólum til framtíðar.

      Til upplýsinga.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Samningur við ráðgjafa vegna uppbyggingar við hellinn tekinn til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga frá samningi við Hellarannsóknarfélag Íslands vegna ráðgjafar.

    • 1708699 – Sléttuhlíð, merkingar, vegir, hestar

      Lagt fram erindi Félags sumarbúðstaðaeiganda í Sléttuhlíð dags 28. ágúst sl. varðandi umferð hest á akvegi að sumarhúasvæði í Sléttuhlíð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að skipulaginu eigi að fylgja eftir og reiðleiðir eiga að vera skv. því.

    • 1708374 – Óla Run tún, framkvæmdir og skipulag

      Erindi íbúa við Brekku- og Lindarhvamm dags. 14. ágúst 2017 um að ráðist verði í framkvæmdir við Óla Run tún í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs varðandi stöðu skipulags á þessum reit.

    • 1706354 – Plastlaus september, kynningarbréf

      Árveknisátakið “Plastlaus september” tekið til umræðu.

      Til umfjöllunar.

    • 1708523 – Ungmennaráð, tillaga, aðstaða í skólum

      Lögð fram tillaga ungmennaráðs varðandi aðstöðu í skólum bæjarins sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar 30.8.2017.
      Lagðar fram verklagsreglur varðandi innkaup á búnaði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til fræðslu- og frístundaráðs þar sem búnaðarkaup og endurnýjun heyrir undir það.

    • 1708530 – Ungmennaráð, tillaga, flokkun í Hafnarfirði

      Lögð fram tillaga ungmennaráðs varðandi flokkun sorps sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar 30.8.2017.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að auka flokkun hjá stofnunum í Hafnarfirði. Tillögu ráðsins er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Farið yfir sögu og tilurð Hellisgerðis en garðurinn verður 100 ára 2023.
      Einnig farið yfir framkvæmdaáætlun til næstu ára.

      Til umræðu, skipað verður í starfshóp vegna uppbyggingar á næsta fundi.

    • 1708716 – Hellisgerði, tré, gróðursetning

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ara Matthíassonar dags. 29. ágúst 2017 varðandi gróðursetningu trés í Hellisgerði tileinkuðu Stefáni Karli Stefánssyni.
      Einnnig lagt fram til kynningar svar sviðsstjóra stjórnsýslu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Fjárhagsáætlun 2018 tekin til umfjöllunar.
      Farið yfir helstu stóru framkvæmdaliði og viðhaldsmál.

      Til umfjöllunar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt