Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. október 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 295

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Hraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Hraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Framhald umræðu um fjárhagsáætlun 2018.

      Einnig farið yfir gjaldskrár hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Gert var stutt fundarhlé kl. 09:45 – 10:18

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að liður 31- 582-4976 í rekstraráætlun eignasjóðs, snjómokstur, verði leiðréttur um 21 millj.kr. til að tryggja viðunandi þjónustu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir eignasjóð, vatns- og fráveitu og vísar þeim til bæjarráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi rekstrar- og framkvæmdaáætlun til bæjarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingarinnar telja mikilvægt að farið sé í uppbyggingu á leikskóla á Öldunum í Suðurbæ strax á næsta ári. Síðan starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut var lögð niður á síðasta skólaári sækja nú um 100 leikskólabörn er búa í Suðurbæ, leikskóla í önnur skólahverfi. Er það umstalsvert meira en í nokkru öðru hverfi bæjarins. Af því hlýst mikið óhagræði fyrir íbúa hverfisins með börn á leikskólaaldri. Leikskólaþjónusta er nærþjónusta og mikilvægt er að hún sé það m.a. með tilliti til umhverfismála, gæða íbúahverfa sem og annarra þátta. Að okkar mati þarf 100 milljónir inn í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018 svo hægt sé að fara í þessa uppbyggingu á næsta ári.
      Við fulltrúar Samfylkingarinnar hefðum einnig viljað sjá hærri upphæðir fara til umhverfismála í sveitarfélaginu á næsta ári sem og að markvissari skref hefðu verið stígin í að íbúar hefðu raunveruleg áhrif á framkvæmdir í sínu nærumhverfi með samræðu og tillögum á grundvelli aukins íbúalýðræðis líkt og gerist í nágrannasveitarfélögum okkar og hefur gefið góða raun. Að áætla 32 milljónir til þessara þátta í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun á næsta ári er langt frá því að vera ásættanlegt. Það á ekki síst við í ljósi þess að fjárhagsstaða bæjarins er með besta móti en hagnaður fyrstu 8 mánuði ársins er um 1300 miljónir króna. Af því má sjá að við erum í færum til að setja aukið fé til þessara mikilvægu málaflokka sem uppbygging leikskóla í Suðurbæ, aukin áhersla á umhverfismál og áhersla á íbúalýðræði í tengslum við framkvæmdir eru.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar geta á grunni þessara athugasemda ekki samþykkt áætlunina og sitja því hjá við afgreiðslu hennar.”

Ábendingagátt