Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 300

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lokadrög umhverfis- og auðlindastefnunnar tekin til áframhaldandi umræðu

      Til umfjöllunar.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun, Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins dags. 2. janúar 2018 um loftgæði um áramótin 2017-2018.

      Umhverfis og framkvæmdarráð telur hið sögulega hámark á svifryksmengun nýliðin áramót vera umhugsunarefni sem og áhrif hennar á heilsu fjölda manns.

    • 1712112 – Votlendi, vernd og endurheimt

      Lögð fram samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl. um vernd og endurheimt votlendis.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að kortleggja hvað svæði falli undir skilgreiningu votlendis í lögsögu Hafnarfjarðar.

    • 1712265 – Votlendi, vernd og endurheimt,lykilhlutverk sveitarfélaga

      Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins frá 12. des. sl. um vernd og endurheimt votlendis.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að kortleggja hvað svæði falli undir skilgreiningu votlendis í lögsögu Hafnarfjarðar.

    • 1711176 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, erindi

      Tekið fyrir að nýju erindi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar dags. 14. nóvember s.l. varðandi ræktunarsvæði í Undirhlíðum.
      Lagðar fram yfirlitsmyndir Batterísins af svæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.

    • 1709606 – Veraldarvinir, sjálfboðavinna fyrir Hafnarfjörð

      Tekið fyrir að nýju erindi Veraldarvina sent í tölvupósti 13.9. 2017 varðandi sjálfboðavinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hugsanlega verkefni sem henta í samstarf við Veraldarvini.

    • 1703279 – Dýraverndarstefna, endurskoðun

      Tekin fyrir að nýju tillaga bæjarlögmanns að endurskoðuðum samþykktum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

    • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju erindi Íshesta dags. 27. nóvember 2017 varðandi beitarhólf.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður fór yfir málið.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð synjar erindi Íshesta frá 27. nóvember 2017 og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skilgreina forsendur fyrir frekari nýtingu og úthlutun beitarhólfa.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram útboðsgögn vegna knatthúss í Kaplakrika.
      Fulltrúi FH, Viðar Halldórsson, Örn Guðmundsson frá VSB verkfræðistofu og íþróttafulltrúi Geir Bjarnason mættu til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa alútboð vegna knatthúss í Kaplakrika.

    Fundargerðir

    • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs nr. 382 frá 15.15. 2017 ásamt fylgiskjölum.

      Lagt fram.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kynningu á húsasorprannsókninni.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs nr. 277 frá 6.12. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1708176 – Skóli í Skarðshlíð, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð stöðufundar nr. 7 og 8.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Lögð fram framvinduskýrsla eftirlits.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 20 – 26 vegna byggingar æfingar- og kennsluhúsnæðis á Ásvöllum.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt