Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 301

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Jón Grétar Þórsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekin fyrir vinna starfshóps um leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði. Lilja Karlsdóttir frá Viaplan mætti til fundarins og kynnti.

      Kynning.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Alútboð vegna knatthúss tekið fyrir að nýju. Kynningarfundur fyrir hugsanlega bjóðendur var í síðustu viku.

      Til umfjöllunar.

    • 1709661 – Gallup, þjónusta við sveitarfélög

      Lagðar fram niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2017.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1706368 – Götugögn, uppsögn samnings

      Tekið fyrir að nýju og gerð grein fyrir viðræðum við fyrirtækið AFA JCDecaux.

      Til upplýsinga.

    • 1704041 – Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar

      Kynnt vinna starfshóps Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar.

      Lagt fram til kynningar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum frá Vegagerðinni til að bæta öryggi á Reykjanesbraut.

    • 1710413 – Bæjartorg, Norðurbakki 1, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Markaðsstofu Hafnarfjarðar dags. 17. október 2017 þar sem hvatt er til að farið verði í aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi á svæðinu.
      Skipulags- og byggingarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum 9. janúar s.l. með eftirfarandi bókun:
      “Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimilar jafnframt að unnið verði tilllaga að breytingu á deilskipulag í samræmi við tillögu Landslags frá 31.10. 2014.”

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801392 – Umhverfis- og skipulagsþjónusta, útboð og verksamningar 2018

      Kynnt staða útboða 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1703279 – Dýraverndarstefna, endurskoðun

      Teknar fyrir að nýju tillögur bæjarlögmanns að endurskoðuðum samþykktum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að Samþykkt um kattahald dags. 22.1.2018.
      Einnig samþykkir bæjarstjórn uppfærða Samþykkt um húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði.”

    • 0912042 – Friðlýst svæði, ástandsskýrsla

      Kynntar ástandsskýrslur friðlýstra svæði í Hafnarfirði. Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins og kynnti skýrslunar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna - aðgerðaráætlun 2018

      Aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnunnar fyrir árið 2018 tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1801409 – Vatnsveita Hafnarfjarðar, neysluvatn, vatnsból og vatnsvernd

      Vatnsöfun og vatnsnotkun í Hafnarfirði tekin til umfjöllunar sem og gæði neysluvatns í Hafnarfirði og mælingar þar að lútandi.
      Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þessi að tryggja vatnsöflun og að samstarfshópur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um vatnsöflun og nýtingu skili aðgerðaráætlun.

    Fundargerðir

Ábendingagátt