Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. febrúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 302

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Drög að umhverfis- og auðlindastefnu tekin fyrir að nýju.
      Lagðar fram umbeðnar umsagnir sem borist hafa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar framkomnum umsögnum til úrvinnslu í lokaútgáfu umhverfis- og auðlindastefnunnar.

    • 1801308 – Vöktun þungmálma og brennisteins í andrúmslofti

      Lagt fram erindi dags 12. janúar sl frá Náttúrufræðistofnunar Íslands varðandi verkefnið “Vöktun þungmálma og brennisteins í andrúmslofti með mælingum í mosa”.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi stuðning við verkefnið.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Kynnt staða verkefnisins.
      Verkefnið er í skipulagsferli.

      Til upplýsinga.

    • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að auglýsing vegna beitarhólfsins í Kjóadal.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Kynnt staða innleiðingar á plastsöfnun.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Til upplýsinga.

    • 1801603 – Grenndargámakerfi

      Kynntar söfnunartölur í grenndagámakerfinu.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Til upplýsinga.

    • 10022254 – Umferðaröryggisáætlun

      Fulltrúar Eflu verkfræðistofu mættu til fundarins og kynntu vinnu við umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun og samþykkir auglýsingu áætlunarinnar.

    • 1710158 – Reykjanesbraut í Kaplakrika - endurbætur

      Lögð fram tillaga að endurbótum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns.
      Lilja Karlsdóttir hjá Viaplan, Sigurður A. Þorvarðarson hjá Verkís og Erna Bára Hreinsdóttir hjá Vegagerðinni mættu til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurbótum á gatanmótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika.

    • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

      Lögð fram greining á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu.
      Lilja Karlsdóttir hjá Viaplan, Sigurður A. Þorvarðarson hjá Verkís og Erna Bára Hreinsdóttir hjá Vegagerðinni mættu til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir frekari greiningu á umferðaröryggisþáttum.

    • 1711151 – Sörli, beiðni um beitarland

      Lögð fram ítrekun á erindi Sörla dags 9. nóv 2017 um beitarland send í tölvupósti 26.1.2018.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi til skipulags- og byggingarráð til skoðunar hvað varðar framtíðarbeitarland fyrir hestamannafélagið.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í bænum teknar til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðstjóra að koma með minnisblað um stöðuna á næsta fundi.

    • 1801415 – Helgafell, gps punktar vegna náttúrufræðslu

      Lagt fram erindi Árdísar Sigmundsdóttir dags 17. janúar sl. um uppsetningu GPS punkta á nokkrum stöðum við Helgafell.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið en leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í samráði við umhverfisfulltrúa.

    Fundargerðir

Ábendingagátt