Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. ágúst 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 312

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 9:35.[line]Auk ofangreindra ráðsmanna sat fundinn Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri. [line]

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 9:35.[line]Auk ofangreindra ráðsmanna sat fundinn Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri. [line]

  1. Almenn erindi

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Fulltrúi Eflu mætir til fundarins og kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt stofnræsi fráveitu í Vallarhverfi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Reyni Sævarssyni verkfræðingi hjá Eflu fyrir kynninguna og felur umhverfis og skipulagsþjónustu áframhaldandi undirbúning við fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt stofnræsi.

    • 1808304 – Vegir á höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vegagerðarinnar.

      Fulltrúar frá Vegagerðinni mæta til fundarins og kynna framtíðarsýn Vegagerðarinnar varðandi stofnvegakerfi á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Ernu Báru Hreinsdóttur forstöðumanni skipulagsdeildar Vegagerðarinnar og Jónasi Snæbjörnssyni framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að ofanbyggðavegur komist á vegaáætlun og taki upp viðræður við nágrannasveitarfélög um framtíð hans.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Árangur plastflokkunar, í samstarfi við nágrannasveitarfélög og Sorpu, við heimili í Hafnarfirði kynntur.

      Ishmael David verkefnisstjóri fer yfir þann árangur sem náðst hefur í plastflokkun frá því að verkefnið hófst í mars. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að upplýsa þurfi bæjarbúa um mikilvægi flokkunar.

    • 1506132 – Alaskalúpína og skógarkerfill í landi Hafnarfjarðar

      Umhverfis og framkvæmdaráð tekur til umfjöllunar útbreiðslu lúpínu í landi Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar málinu til umhverfisteymis Hafnarfjarðarbæjar sem og að skoða útbreiðslu kerfils.

    • 1704460 – Kaldárselsvegur, framkvæmdir við stíg

      Farið yfir stöðu framkvæmda við stíg við Kaldárselsveg.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að unnið sé áfram að lagningu stígar við Kaldárselsveg og hann nái að Kaldárseli. Ráðið vísar erindinu til gerð fjárhagsáætlunar.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Farið yfir fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun 2019-2021.

      Boðað verður til aukafundar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Farið yfir fyrirliggjandi viðauka III við fjárhagsáætlun 2018.

      Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun undir lið í viðauka um að Hafnarfjarðarkaupstaður falli frá byggingu knatthúss í Kaplakrika.
      Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar harma það að bærinn sé hér með að falla frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili, að bærinn byggi og eigi íþróttamannvirkin sín sjálfur. Við hörmum það einnig að hluti þeirra greiðslna til FH skuli hafa farið fram án þess að viðaukinn hafi fengið gildi. Einnig finnst okkur það fráleitt að haldið skuli áfram með málið á meðan kæruferli er í gangi. Er þessi leið, sem núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra hefur kosið að fara; að greiða FH fyrir eignarhluti, sem virðast vera á reiki hverjir eru, á meðan að virði húsnæðisins sem fjárfesta á í er ekki á hreinu, finnst okkur vítavert kæruleysi með fjármuni bæjarbúa.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Lögð fram drög að húsrýmisáætlun fyrir nýja reiðskemmu við Sörla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu til næsta fundar.

    • 1411359 – Ásvellir, Ólafssalur

      Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélaginu Haukum um ósk um kaup á áhorfendabekkjum í Ólafssal á Ásvöllum.

      Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn íþróttafulltrúa bæjarins.

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að vísa eftirfarandi tillögu er varðar undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu sbr. gildandi deiliskipulag og opnun ungbarnaleikskóla í Kató til umhverfis og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

      Bókun fulltrúa Samfylkingar er eftirfarandi:

      Eftir lokun á starfsstöðvar Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir þarfagreiningu varðandi leikskólapláss í suðurbænum frá fræðsluráði.

    • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

      Framkvæmdir við Suðurbæjarlaug teknar til umfjöllunar.

    • 1706354 – Plastlaus september, kynningarbréf

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 2. maí síðastliðinn var samþykktur áframhaldandi stuðningur við verkefnið “Plastlaus september” Verkefnið Plastlaus september er lagt fram til kynningar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar átakinu og leggur til að átakið verði vel kynnt bæjarbúum.

    • 1808522 – Önnur mál, fyrirspurn um framkvæmdir í Kaplakrika

      Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar leggja fram fyrirspurn til sviðsins og er hún svohljóðandi.
      Hefur sveitarfélagið heimild til þess að gefa út byggingarleyfi fyrir knatthúsi í Kaplakrika á meðan á kæruferli útboðs Hafnarfjarðar á byggingu á sama húsi stendur.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirspurninni til Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    Fundargerðir

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 17. ágúst 2018 ásamt fylgiskjölum.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr.393.

    • 1708176 – Skóli í Skarðshlíð, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 13.

    • 1411359 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram fundargerð verkfundar vegna uppbygginar við Ásvelli nr. 36.

Ábendingagátt