Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. desember 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 320

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.[line][line]Helga Ingólfsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu fyrsta dagskrárliðar og Árni Rúnar Árnason tók við stjórn fundarins.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.[line][line]Helga Ingólfsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu fyrsta dagskrárliðar og Árni Rúnar Árnason tók við stjórn fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Fulltrúi Eflu verkfræðistofu mætir til fundarins og kynnir aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018-2023.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Margréti Aðalsteinsdóttur frá Eflu verkfræðistofu kynninguna og samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og vísar henni til samþykktar í Bæjarstjórn.

    • 1811261 – Uppsetningar á samkomutjöldum í landi Hafnarfjarðar

      Óskað er eftir leyfi til að setja upp samkomutjöld ætluðum til norðurljósa- og stjörnuskoðunar. Sótt er um stöðuleyfi til þriggja ára á einum af eftirtöldum stöðum, Leiðarendi, Snókalönd og Óbrinnishólar, Krýsuvík og Seltún. Fulltrúi Basecamp mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Tekin fyrir að nýju bókun Bæjarfulltrúa Miðflokksins frá því í bæjarstjórn 14. nóvember sl., vegna breytinga á fjárhagsáætlun 2019, sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      “Fasteignir fyrirtækja eru 20% hússnæðis í bænum. Tekjur af fasteignasköttum fyrirtækja nema hins vegar 50% af fasteignatekjum bæjarins. Það gerir þá kröfu að fyrirtæki fái þjónustu í samræmi við það. Fyrirtæki á Hraununum vestan Vallahverfis búa við það að ekki hefur verið klárað árum saman að ljúka við frágang við lóðir í hverfinu s.s. gangstíga. Þetta er frágangur sem snýr að Hafnarfjarðarbæ. Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur til að gert verði sérstakt átak við gerð göngustíga og annars frágangs í hverfinu og eyrnarmerkja 15 milljónir króna til þessa verkefnis. Til fjármögnunar á þessu verði framlög til uppbyggingar Bláfjallasvæðis lækkaðar úr 85 milljónum.”

      Áætlaðar eru 20 milljónir til framkvæmda við frágang í nýbyggingahverfum á árinu 2019. Lögð verði áhersla á að lokið verði við frágang innan atvinnuhúsasvæða og óskað er eftir aðgerðaráætlun.

      Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi:
      Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í Hafnarfirði nemur um 20% af heildarfasteignamati húseigna í bænum. Tekjur vegna fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði eru um helmingur heildarfasteignagjalda og mynda mikilvægan tekjustofn fyrir bæjarfélagið. Fyrirtækin í bænum skapa fjölmörgum hafnfirðingum atvinnu auk þess að veita ýmsa mikilvæga þjónustu.

      Talsverð uppbygging hefur verið í iðnaðarhverfinu í Hellnahrauni 2, en þjónustu í hverfinu er mjög ábótavant. Engar gangstéttir eru þar né heldur göngu- eða hjólareiðastígar til að tengja iðnaðarhverfið við íbúahverfi og strætó gengur ekki í hverfið. Þá geta fyrirtækin ekki gengið frá lóðum sínum, þar sem bærinn hefur ekki staðið við sinn frágang, þrátt fyrir að starfsemi fyrirtækja hafi verið í hverfinu í á annan áratug.

      Fulltrúi Miðflokksins í Umhverfis- og framkvæmdaráði tekur undir þá tillögu sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi þann 14. nóvember 2018 um að 15 milljónum króna verði varið í frágang í hverfinu á árinu 2019 til að bæta starfsumhverfi þeirra atvinnufyrirtækja sem eru í hverfinu og starfsmanna sem sækja þangað vinnu og stuðla einnig með því að betri ásýnd hverfisins. Jafnframt verði gert átak í því að hvetja atvinnurekendur til að fjárfesta í lóðum og uppbyggingu á svæðinu með því að lækka lóðaverð í Hellnahrauni 2 og 3 um 15%-20%, enda hefur lóðaverð í hverfinu hækkað langt umfram verðlag á síðasta áratug og er umtalsvert hærra en í nágrannasveitarfélögum.

    • 1812051 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      Tekin til umræðu bókun Samfylkingarinnar frá því í bæjarstjórn 14. nóvember sl., vegna breytinga á fjárhagsáætlun 2019, sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs

      “Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu. Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.”

      Umhverfis og framkvæmdaráð tekur undir ákvörðun fræðsluráðs um uppbyggingu leikskóla í Suðurbæ og staðsetningu við Smáralund.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar Friðþjófur Helgi Karlsson óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
      Það eru mikil vonbrigði að meirihlutinn skuli enn og aftur hafna tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfinu þar sem þörfin fyrir leikskólapláss er mikil umfram það sem er í boði í hverfinu. Rúmlega 100 börn og foreldrar þeirra þurfa því áfram að leita út fyrir hverfið að þessari mikilvægu nærþjónustu.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju uppsetning öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi. Umsagnir frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Kópavogsbæ lagðar fram.

      Erindinu frestað til næsta fundar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Tekin til umræðu vinnsla Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Klappir um notkun á hugbúnaði vegna gagnasöfnunar. Ráðið mun tilnefna starfshóp til að vinna að stefnumótun um hjólreiðar í sveitarfélaginu. Auk þess vísar ráðið því til menningar og ferðamálanefndar að tilnefna starfshóp um mótun stefnu um útivist og ferðaþjónustu í Hafnarfirði með náttúruvernd að leiðarljósi.

    Fundargerðir

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð nr. 295.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 37.

Ábendingagátt