Umhverfis- og framkvæmdaráð

13. febrúar 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 324

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Halldór Ingólfsson verkefnastjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Halldór Ingólfsson verkefnastjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mætir til fundarins og kynnir yfirborðsfrágang.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að unnið sé eftir framlagðri tillögu.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mætir til fundarins og kynnir áframhald stígs með Kaldárselsvegi og tengingar við Gráhelluhraun.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu 2018 tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna að kortlagningu hugsanlegra mengunarsvæða í Hafnarfirði og skoða þörf á áhættumati.

    • 1711176 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, erindi

      Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 5. febrúar 2019 varðandi nýtingu námu í Undirhlíðum undir skógræktaráform.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

    • 1811296 – Gjárnar, áningarstaður hesta

      Lagt fram svar Hestamannfélagsins Sörla dags. 29. janúar 2019 varðandi gerði við Gjárnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu reiðgerðis við gjárnar.

    • 1709606 – Veraldarvinir, sjálfboðavinna í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi Veraldarvina dags. 31. janúar 2019 varðandi áframhaldandi samstarf 2019.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Veraldarvini.

    • 0909101 – Krýsuvík, samningur vegna beitarhólfs og réttar

      Tekið til umræðu.

      Umræðu frestað til næsta fundar.

    • 1804460 – Leikskólinn Hlíðarendi, starfsmannaaðstaða

      Óskað er eftir heimild til að bjóða út stækkun á leikskólanum Hlíðarenda.

      Umverfis- og framkvæmdaráð heimilar að stækkun á leikskólanum Hlíðarenda verði boðin út.

    • 1902057 – Grænakinn, útboð

      Óskað er eftir heimild til að bjóða út endurgerð á Grænukinn til tveggja ára.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar.

    • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

      Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 28.janúar 2019 varðandi hraðakstur í Reykdalsbrekkunni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að Vegagerðin setji upp hraðamyndavélar í Reykdalsbrekkunni.

    Fundargerðir

Ábendingagátt