Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. apríl 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 328

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Tekin til umræðu fjárhagsáætlun 2019 og rekstrarstaða fyrir fyrstu 2 mánuði ársins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1903080 – Skarðshlíð 3. áfangi - gatnagerð

      Lögð fram niðurstaða opnunar útboðs á gatnagerð og lögnum í Skarðhlíð 3. áfanga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Tekið fyrir að nýju.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri kynnti útfærslur tengingar við Gráhelluhraun.

      Óskað er eftir að leið A verði kostnaðarmetin.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekið fyrir að nýju.

      Erindi frestað.

    • 1902125 – Þjónusta við botnlanga innan lóðarmarka

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarlögmanns.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Kynntar fyrirhugaðar lagfæringar á tjaldsvæðinu á Víðistaðatúni.

      Ishmael R. David verkefnastjóri kynnti framkomnar tillögur til úrbóta.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkomnar tillögur að fyrirkomulagi aðgangsstýringar við tjaldsvæðið.

    • 0909101 – Krýsuvík, samningur vegna beitarhólfs og réttar

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu samnings til eins árs.

    • 1903549 – Vorhreinsun 2019

      Kynnt upplegg vorhreinsunar 2019.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1904276 – Plokk á Íslandi, ósk um styrk vegna stóra plokkdagsins 28. apríl 2019

      Lagt fram erindi Plokk á Íslandi varðandi styrk til stóra plokk dagsins 28. apríl 2019.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með fjárstyrk að fjárhæð 300.000kr.

    • 1903548 – Hreinsun gróðurbeða á opnum svæðum 2019

      Lögð fram niðurstaða útboðs á hreinsun gróðurbeða.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju.

      Tillaga lögreglu að staðsetningu myndavéla lögð fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kynningu frá lögreglu um þær forsendur sem liggja til grundvallar staðsetninga.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Tekið til umræðu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Lagður fram samningur við Hellarannsóknarfélag Íslands vegna Leiðarenda.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lögð fram fundargerð nr. 13.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 46.

    • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 28.

Ábendingagátt