Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. september 2019 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 339

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  • 1908506 – Sorpa bs., notkun á metani, erindi

   Lagt fram að nýju erindi Sorpu bs. varðandi nýtingu metans. Fulltrúi Sorpu mætir til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Birni Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu bs. fyrir komuna.

  • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

   Erindi Vesturkots um stækkun og breytingu á starfsaðstöðu í leikskólanum var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 frá Fræðsluráði og leggur ráðið áherslu á að mikilvægt er að skoða húsnæðið í heild með það fyrir augum að stækkunin sé unnin á sem hagkvæmastan hátt.

   Lagt fram.

  • 1909137 – Víðistaðaskóli rekstrarviðhald

   Ósk Víðistaðaskóla um gardínur í hátíðarsal skólans og loftaklæðningu á göngum í háhúsi var vísað til umhverfis- og framkvæmdarráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 frá fræðsluráði. Um er að ræða hluta af stofnbúnaði skólans sem ekki hefur verið settur upp.

   Lagt fram.

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman innleiðingaráætlun í samvinnu við strætó.

  • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

   Erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Sörla og reiðveganefnd Sörla dags. 9.9.2019 þar sem óskað er eftir auknu framkvæmdafé til viðhalds á reiðvegum á félagssvæði Sörla. Sett er fram tillaga að framkvæmdaröð.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

  • 1903414 – Samþykktir um kattahald, breytingar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingar á samþykkt um kattahald og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • 1902539 – Seltún, borhola K-16

   Tekið fyrir að nýju.

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

   Lögð fram fundargerð vinnuhóps dags. 16.9.2019

  • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

   Lagðar fram fundargerðir 11 og 12 fundar.

  • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

   Lagðar fram fundargerðir 5. og 6. fundar.

  • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

   Lögð fram fundargerð nr. 19.

  • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir nr. 55 og 56.

  • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir nr. 39. og 40.

Ábendingagátt