Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. desember 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 344

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Teknar fyrir að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri og tillögur fulltrúa Miðflokksins í bæjarstjórn um uppbyggingu hundasvæðis við Hamranes og að fyrirhugaðar hækkanir á félagslegri þjónustu við aldraða og öryrkja verði teknar til baka sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 13.11.sl.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókn og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
      Í dag er almennt fargjald fyrir börn og ungmenni að 17 ára aldri 235 kr. Með afsláttarkorti og hóflegri notkun eða 30 ferðum á mánuði er gjaldið undir 100 krónum á ferð og því ekki um íþyngjandi gjald að ræða. Þannig að nú þegar er um verulega niðurgreiðslu að ræða á fargjöldum fyrir þennan hóp. Tillögunni er hafnað.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að skoða möguleika á útfærslu að niðurgreiðslu á strætókortum til barna og ungmenna. Sú aðgerð væri mikilvægt skref í að auka aðgengi að tómstundum ásamt því að stuðla að aukinni notkun á almenningssamgöngum og styðja þar með við umhverfissjónarmið. Það er miður að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafni jafnvel því að skoða mögulega útfærslu á að taka slíkt verkefni upp í áföngum.
      Bent er á til samanburðar að í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 kemur fram að heildarkostnaður við frístundaakstur, sem ætlaður er nemendum í 1.-4. bekk, verði 35 m.kr. á meðan full niðurgreiðsla á strætókortum fyrir öll börn frá 6-17 ára (eða alls 12 árganga) er áætluð tæpar 80 m.kr.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Miðflokksins um bætta aðstöðu á hundasvæði við Hamranes.

      Fulltrúa Samfylkingarinnar finnst miður að tillaga Miðflokksins um að leiga í félagslega kerfinu muni ekki hækka umfram lífskjarasamninga sé felld hér í ráðinu. Fulltrúinn telur að mikilvægt sé að almennt verði fallið frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Mikilvægt er að stutt sé við þá samninga og hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins og þar með talin hækkun á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu hér í Hafnarfirði verði ekki umfram þau 2,5% sem samþykkt var í tengslum við fyrrnefnda lífskjarasamninga.

      Þann 14. október sl. samþykkti fjölskylduráð breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning þess efnis að leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði eiga sama rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings og aðrir leigjendur að uppfylltum almennum skilyrðum samkvæmt lögum um Húsnæðisstuðning og sérstakar húsnæðisbætur. Í framlagðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 liggur fyrir tillaga um hækkun á leiguverði í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði. Lagt er til að leiguverð hækki um 21% og verði eftir hækkun u.þ.b. 1600 kr.,- pr. fermetra miðað við vísitölu nóvember mánaðar 2019. Forsendur fyrir 21% hækkun á leiguverði eru að leigugreiðslur nái að standa undir rekstrarkostnaði í félagslega húsnæðiskerfinu. Fyrir liggur samkvæmt útreikningum sem lagðir voru fram í Fjölskylduráði að breyttar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning mun lækka húsnæðiskostnað fyrir tekjulægri og að eftir þessar breytingar mun leiguverð í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði verða mun lægra en hjá öðrum óhagnaðardrifnum leigufélögum sem rekin eru á sömu forsendum.

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Lagt fram minnisblað vegna framkvæmdarkostnaðar 2019.

      Lagt fram.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagður fram viðauki VII og staða rekstrar eftir 10 mánuði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.

    • 1906244 – Hvaleyrarvatn, ósk um viðræður og samvinnu til að bæta aðstöðu almennings

      Lagt fram erindi St. Georgsgildis vegna aðkomu bæjarins að salernisaðstöðu í nágrenni Skátalunds sem væri opið öllum sem um svæðið fara.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum sviðsins að útfæra verkefnið nánar.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna vinnu við deiliskipulag vesturbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1911442 – Krýsuvík, Seltún, beiðni um rekstrarsamning

      Vilbert Gústafsson óskar þann 14.11.2019 eftir að leigja mannvirki og landsvæði í Seltúni til lengri tíma með uppbyggingu ferðaþjónustu í huga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup með tilliti til erindisins.

    • 1910336 – Leiðarendi, beiðni um afnot af landsvæði

      Tekin fyrir að nýju umsókn Raufarhóls ehf. dags. 9.10.2019 þar sem óskað er eftir afnotum af landsvæði við Leiðarenda til lengri tíma með uppbyggingu ferðaþjónustu og vernd í og við Raufarhólshelli í huga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup með tilliti til erindisins.

    • 1911483 – Smáhýsi við Hvaleyravatn

      Á fundi ÍTH var erindi Icebike Adventures um smáhýsi/aðstöðu við Hvaleyrarvatn vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Íþrótta- og tómstundanefnd tók jákvætt í erindið og telur það vera í anda heilsubæjarins Hafnarfjarðar og stuðla að samveru fjölskyldunnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup með tilliti til erindisins.

    • 1911441 – Vörðutorg, biðstöð Strætó

      Tekið til umræðu.

      Tekin til umræðu staða mála er varða biðstöð Strætó við Vörðutorg.

    • 1911334 – Hraunvallaleikskóli lagfæringar á skólalóð

      Fræðsluráð vísaði tillögum foreldraráðs Hraunvallaskóla um endurbætur á lóð leikskólans á fundi sínum þann 20.11.sl. til umhverfs- og skipulagssviðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka út lóðina í samræmi við innsenda beiðni um endurbætur.

    Fundargerðir

Ábendingagátt