Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. janúar 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 345

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1801409 – Vatnsveita Hafnarfjarðar, neysluvatn, vatnsból og vatnsvernd

      Lögð fram fundargerð frá fundi samráðshóps um vatnsvernd- og vatnsnýtingu frá 2. des sl ásamt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um viðhald grunnvatns- og rennslislíkans á höfuðborgarsvæðinu – viðbætur vegna fjölgun rannsóknarhola við Bláfjöll. Stjórn SSH vísar endurnýjuðun á samningnum milli veitnanna til veitna sveitarfélaganna til staðfestingar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samningi með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi sveitarfélaga.

    • 1911351 – Vatnsveita, krafa um yfirferð gjaldskrár, vatnsgjald

      Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna gjaldskrá Vatnsveitu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1911442 – Krýsuvík, Seltún, beiðni um rekstrarsamning

      Tekin fyrir að nýju beiðni Vilberts Gústafssonar frá 14.11.2019 um að leigja mannvirki og landsvæði í Seltúni til lengri tíma með uppbyggingu ferðaþjónustu í huga. Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup á fundi sínum þann 4.12.2019. Lagt fram minnisblað innkaupastjóra.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar beiðninni í samræmi við reglur um opinber innkaup og felur sviðinu að kanna þjónustustig og framtíðarfyrirkomulag reksturs á svæðinu.

    • 1910336 – Leiðarendi, beiðni um afnot af landsvæði

      Tekin fyrir að nýju beiðni Raufarhóls ehf. frá 9.10.2019 þar sem óskað er eftir afnotum af landsvæði við Leiðarenda til lengri tíma með uppbyggingu ferðaþjónustu og vernd í og við Raufarhólshelli í huga. Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup á fundi sínum þann 4.12.2019. Lagt fram minnisblað innkaupastjóra.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar beiðninni í samræmi við reglur um opinber innkaup og felur sviðinu að kanna þjónustustig og framtíðarfyrirkomulag reksturs á svæðinu.

    • 1911483 – Smáhýsi við Hvaleyravatn

      Tekið fyrir að nýju erindi Icebike Adventures um smáhýsi/aðstöðu við Hvaleyrarvatn sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd. Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna reglur um opinber innkaup á fundi sínum þann 4.12.2019. Lagt fram minnisblað innkaupastjóra.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar beiðninni í samræmi við reglur um opinber innkaup og felur sviðinu að kanna þjónustustig og framtíðarfyrirkomulag reksturs á svæðinu.

    • 2001161 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2019 og viðhaldsáætlun 2020

      Kynnt viðhald húsnæðis og lóðar 2019 og viðhaldsáætlun 2020.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1905145 – Útboðsmál hjá Hafnarfjarðarbæ, tillaga

      Tekið til umræðu.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi: Varðandi verk á vegum bæjarins er tekið mið af Innkaupareglum og Verklagi útboða bæjarins. Við framkvæmdir er leitast við að bjóða út eða leita verðtilboða í öll stærri verkefni og verkefni sem eru velskilgreinanleg. Viðhaldsáætlanir eru ávallt í samræmi við fjárhagsáætlun hvers árs.
      Varðandi smærri verk þá var auglýst eftir iðnaðarmönnum 2019 til að vera til taks fyrir sveitarfélagið og er áfram unnið með þann lista. Ennfremur er nokkuð um að þjónustuaðilar óski eftir að vera á póstlista varðandi verkefni og slíkar fyrirspurnir ávallt teknar til skoðunar.

      Fulltrúi Miðflokksins ítrekar fyrri tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði út í rammasamningsútboði viðhaldsverkefni og smærri framkvæmdaverkefni á vegum umhverfis- og skipulagsþjónustu til tveggja ára í senn, í þeim tilgangi að auka hagkvæmni verkefna, gagnsæi og jafnræði.

    • 1912335 – Sörli, merkingar og umferðarhraði

      Lagt fram erindi hestamannfélagsins Sörla dags. 20.12.2019 varðandi merkingar og lækkun umferðarhraða milli hesthúsahverfa.

      Lagt fram.

    • 1912185 – Ásvallabraut, útboð

      Óskað er eftir heimild til að bjóða út gatnagerð Ásvallabrautar til tveggja ára.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út verkið.

    • 1906408 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2020

      Kynnt fyrirhugað útboð á rafmagnskaupum Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2001073 – Talningar á fólki á völdum stöðum

      Lagt fram til kynningar talningar sem gerðar hafa verið við Leiðarenda og í Seltúni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Lagt fram til kynningar notkun rafhleðslustöðvar í miðbænum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2001007 – Orkuveita Reykjavíkur, rannsóknarleyfi á Krýsuvíkursvæðinu, umsókn

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2001081 – Krýsuvík, uppgræðsla 2020

      Lögð fram skýrsla Landgræðslunnar varðandi uppgræðslu í Krýsuvík 2019 og beiðni um áframhaldandi styrk árið 2020.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir styrk til uppgræðslu beitarhólfs í Krýsuvík að fjárhæð 800.000kr. og 250.000kr. til uppgræðslu norðan við Arnarfell.

    Fundargerðir

Ábendingagátt