Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. janúar 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 346

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2001522 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun á samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og SH

      Lagt fram erindi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar varðandi endurskoðun á rekstrarsamningi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir að endurskoða þurfi rekstrarsamning við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og vísar lið 1 til afgreiðslu bæjarráðs. Við endurskoðun verði einnig litið til annarra þjónustusamninga sem eru í gildi. Liðum 2-4 er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1912335 – Sörli, merkingar og umferðarhraði

      Tekið fyrir að nýju erindi Hestamannfélagsins Sörla dags. 20.12.2019 varðandi merkingar og lækkun umferðarhraða milli hesthúsahverfa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindi um bættar merkingar á reiðstígum en hafnar tillögu um hraðalækkun og merkingar félagsins við Kaldárselsveg.

    • 1912184 – Vorhreinsun 2020

      Vorhreinsun garðúrgangs tekin til umræðu.

      Erindinu frestað.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Tekin fyrir að nýju notkun rafhleðslustöðvar í miðbænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að gera tillögu að hóflegri kostnaðarþátttöku notenda.

    • 2001161 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2019 og viðhaldsáætlun 2020

      Tekið fyrir að nýju viðhald húsnæðis og lóðar 2019 og viðhaldsáætlun 2020.

      Tekin til umræðu viðhaldssáætlun 2020.

    • 1902125 – Þjónusta við botnlanga innan lóðarmarka

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir afstöðu bæjarráðs.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Tekin til umræðu verkefni ársins 2019 og aðgerðaráætlun ársins 2020.

      Tekið til umræðu.

    • 2001386 – Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs

      Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 20.1.2020 þar sem minnt er á hertar kröfur endurvinnsluhlutfalls heimilisúrgangs sem innleiddar verða árið 2020 í íslenska löggjöf. Markmið ársins 2020 er 50%. Endurvinnsluhlutfall Hafnarfjarðarbæjar var árið 2018 6,59 skv. skráningu en vankantar eru á henni.

      Erindi frestað.

    • 2001343 – Orkuskipti í vegasamgöngum, yfirlýsing

      Lagt fram til kynningar verkefnið “Hreinn, 2 og 3” sem felst í að nýskráning fólksbíla, sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti, verði lögð af fyrir árið 2023. Um er að ræða lið í markmiði stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland 2040.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt