Umhverfis- og framkvæmdaráð

11. mars 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 349

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Umhverfis- og veitustjóri óskar eftir heimild ráðsins til að bjóða út stofnræsi við Velli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að farið verði í útboð vegna stofnræsis við Velli með fyrirvara um samþykkt breytinga á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram skipulagslýsing Hraun-vestur, reitur ÍB2, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Óskað er eftir umsögn Umhverfis og framkvæmdaráðs.

      Lagt fram.

    • 1902478 – Ósk um viðbótarrými vegna frístundaheimilis Öldusels

      Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 26. febrúar sl. “Fræðsluráð vísar erindi frá skólastjóra Öldutúnsskóla um viðbótaraðstöðu Öldusels, frístundaheimilis, til umhverfis- og skipulagssviðs með ósk um samstarf við mennta- og lýðheilsusviðs að lausn mála. “

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2003039 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

      Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna rekstraraðila að Oddubæ í Hellisgerði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýst verði eftir rekstraraðila að Oddubæ í Hellisgerði.

    • 1709606 – Veraldarvinir, sjálfboðavinna í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi Veraldarvina varðandi áframhaldandi samstarf á sama grunni og verið hefur.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Veraldarvini með sama hætti og verið hefur.

    • 2003209 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun

      Kynnt tillaga að nýju hringtorgi við Flatahraun/Skútahraun.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða fjárfestingar ársins og kanna hvort svigrúm er fyrir verkefnið innan fjárhagsáætlunar ársins.

    • 2003189 – Rekstur fasteigna Umhverfis- og skipulagssvið

      Tekið til umræðu

      Tekið til umræðu.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Kynnt vinna skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs í að móta stefnuþátt 5.6 í umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar varðandi fræðsluefni um náttúru Hafnarfjarðar sem nýtist kennurum í kennslu um náttúru og umhverfisvernd fyrir börn á ólíkum aldri. Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla mætir og kynnir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Vigfúsi Hallgrímssyni fyrir kynninguna og felur sviðinu að útbúa tillögu að aðgerðaráætlun.

    Fundargerðir

Ábendingagátt