Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. mars 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 350

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Þann 26.2.sl. óskaði umhverfis- og framkvæmdaráð eftir upplýsingum frá fræðsluráði varðandi mælingar á matarsóun í leik- og grunnskólum. Minnisblað sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs lagt fram.

      Einnig er tekið til umræðu að nýju vinna skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs í að móta stefnuþátt 5.6 í umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar varðandi fræðsluefni um náttúru Hafnarfjarðar sem nýtist kennurum í kennslu um náttúru og umhverfisvernd fyrir börn á ólíkum aldri.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framlagt minnisblað um matarsóun í leik- og grunnskólum og hvetur mennta og lýðheilsusvið til þess að móta tillögur að því að draga úr matarsóun. Jafnframt óskar ráðið eftir samvinnu við mennta og lýðheilsusvið varðandi tillögur um fræðsluefni um náttúru Hafnarfjarðar.

    • 1801308 – Vöktun þungmálma og brennisteins í andrúmslofti

      Lagt fram til kynningar verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. 10.3.2020 þar sem óskað er eftir stuðningi við söfnun, hreinsun og efnagreiningu á mosa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir stuðning við verkefnið sem lið af umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar.

    • 1806195 – Samningur um götugögn milli Hafnarfjarðarbæjar og AFA JC 2018

      Lagt fram erindi EHermannsson ehf. þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær heimili Dengsa ehf. að yfirtaka samning félagins við Hafnarfjarðarbæ vegna reksturs á Strætóskýlum í Hafnarfirði. Lagt fram minnisblað Ívars Bragasonar lögmanns.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir yfirtöku á samningi Dengsa ehf. til EHermannssonar ehf. og felur sviðinu að ganga frá samkomulagi varðandi fjölgun á skýlum um 8 og færslu á 4 skýlum samanber framlagt minnisblað dags. 24. mars 2020 um yfirtöku á samningi og breytingar á stoppistöðvum.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Lagt fram.

    • 2003209 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði að skoða fjárfestingar ársins og kanna hvort svigrúm væri fyrir verkefnið innan fjárhagsáætlunar ársins. Staða fjárfestinga lögð fram.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögu að breytingu á gatnamótum Flatahrauns og Skútahraun til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram drög umhverfis- og framkvæmdaráðs að umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Hraun- vestur reitur ÍB2.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða umsögn og vísar til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt staða rekstrarliða.

      Lagt fram.

    • 2003189 – Rekstur fasteigna, umhverfis- og skipulagssvið

      Tekið til umræðu umsjón með rekstri fasteigna bæjarins.

      Lagt fram.

    • 2002209 – Gjaldtaka ferðamannastaða

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 26.2.sl eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistasvæðum. Lögð fram bókun bæjarráðs frá 12.3.2020 þar sem samþykkt var heimild þess efnis að unnið verði að undirbúningi gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa verkefnið með áherslu á Seltún.

Ábendingagátt