Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. apríl 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 352

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Kynntar tillögur að verkefnum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur dags. 22.4.2020 sem fyrsta skref í aðgerðum vegna Covid 19 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Karlsson, situr hjá við þessa afgreiðslu og bókar: Þessi fyrstu skref hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir þurfa að vera stærri að mínu mati. Eins finnst mér að umhverfismál fái alls ekki nægjanlegt vægi í þessum tillögum. Það sama á við um það sem gert er ráð fyrir að setja í auknar framkvæmdir við viðhald á fasteignum bæjarins á þessu stigi málsins.

    • 1912184 – Vorhreinsun 2020

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytt fyrirkomulag við vorhreinsun og felur sviðinu að útfæra tillögu að tímasetningu og staðsetningu móttökugáma fyrir garðaúrgang í hverfum bæjarins í samræmi við framlagt minnisblað.

    • 2002209 – Gjaldtaka ferðamannastaða

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 26.2.sl eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistasvæðum.
      Bæjarráð samþykkti þann 12.3.2020 að unnið yrði að undirbúningi gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa verkefnið með áherslu á Seltún. Samantekt sviðsins lögð fram.

      Tekið til umræðu.

    • 2003038 – Krýsuvíkurvegur, vetrarþjónusta

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um vetrarumferð um Krýsuvíkurveg og núverandi þjónustustig. Einnig er óskað eftir upplýsingum um kostnað við þjónustu vegarins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt