Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. maí 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 353

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Farð yfir rekstur sviðsins í mars 2020.

      Lagt fram.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Kynnt kolefnisjöfnun sveitafélagins fyrir árið 2019.
      Lögð fram bókun Fræðsluráð frá 8. apríl sl. varðandi fræðsluvef. Tekin til umræðu Snyrtileikinn 2020.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kolefnisjafna starfsemi sveitarfélagsins árið 2019. Kostnaður við kolefnisjöfnunina er 1.870.000kr. fyrir árið 2019.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að vinna aðgerðaáætlun varðandi fræðsluvef í samræmi við kynningu frá janúar 2020.

      Umhverfis og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir tilnefningum vegna Snyrtileikinn 2020 með sambærilegum hætti og gert var á síðasta ári.

    • 2004366 – Samgöngusáttmáli Höfuborgarsvæðisins, framkvæmdir við stofnleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda

      Kynnt skýrsla sem unnin var af Eflu hf. í samvinnu við sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu um stofnleiðir hjólreiða og forgangsröðun framkvæmdar. Framlögð skýrsla er hluti verkefna úr Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2004364 – Hamranes I, gatnagerð

      Kynnt gatnagerð í Hamranesi I og óskað eftir heimild til útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð vegna gatnagerðar í Hamranesi I með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    • 1906408 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2020

      Lögð fram niðurstaða útboðs á rafmagni fyrir Hafnarfjarðarbæ og fyrirtæki hans.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Orku Náttúrunnar.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Háfell ehf.

    • 2004365 – Miðbær, endurnýjun á trjágróðri á miðbæjarhluta Strandgötu

      Tekin til umræðu endurnýjun á gróðri við Strandgötu.

      Tekið til umræðu.

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar

      Tekið til umræðu ástand bílastæðamála við Kaldársel.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til skipulags- og byggingarráðs að endurskoða deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna vegna bílastæðamála við Helgafell.

    • 1901298 – Vinnuskóli 2019

      Tillögur samstarfshóps um Vinnuskóla Hafnarfjarðar vegna nýrra áherslna lagðar fram til kynningar. Rekstrarstjóri ÍTH mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2003039 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

      Lagt fram minnisblað varðandi umsóknir um aðstöðu í Oddubæ.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Tinnu Bessadóttur.

    • 2003582 – Krýsuvík meðferðarheimili, skógrækt

      Lögð fram drög að samningi við Meðferðarheimilið í Krýsuvík varðand afnot af landi til gróðursetningar.

      Lagt fram.

    • 2005013 – Lækurinn, fuglalíf

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt