Umhverfis- og framkvæmdaráð

1. júlí 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 357

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram skipan í ráð og nefndir fyrir 2020-2021.

      Lagt fram.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra að gera umsögn.

    • 2004379 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans, uppgjör

      Kynntur ársreikningur 2019 fyrir húsnæðisskrifstofu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Farið yfir rekstur sviðsins til og með apríl 2020.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2005334 – Suðurbæjarlaug, þak

      Lögð fram tilboð í viðhald á þaki Suðurbæjarlaugar.

      Sigurður Sverrir Gunnarsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir fimmta lið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leita samninga við lægstbjóðandi, Viðskiptavit ehf.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Tekin til umræðu aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun náttúru- og samfélagsfræðivefs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða aðgerðaráætlun og stefnir að skipun stýrihóps í samráði við mennta- og lýðheilsusvið.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Erindi lagt fram að nýju og ósk skólastjóra um að flýta verkefninu.

      Fræðsluráð tók jákvætt í erindi Hraunvallaskóla og vísað til umhverfis og framkvæmdasviðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2021.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Tekið fyrir að nýju. Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til bæjarráðs að móta stefnu um öryggisvöktun á opnum svæðum.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Tekið fyrir að nýju.

      Tekið til umræðu.

    • 2006115 – Hvaleyrarvatn, umsókn um leyfi til Kayak siglinga

      Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram umsagnir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita tímabundið leyfi til kayak siglinga á Hvaleyrarvatni tímabilið frá 15. júlí til 30. september 2020. Miða skal við að starfsstöð verði við vesturenda vatnsins og fjöldi báta verði ekki fleiri en 10 og sérstök aðgát verði gagnvart fuglalífi við vatnið og annarri starfsemi á svæðinu.

    • 2006655 – Reykdalsstífla, slysahætta

      Lögð fram ábending varðandi slysahættu við Reykdalsstíflu.

      Lagt fram.

    • 2003038 – Krýsuvíkurvegur, vetrarþjónusta

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindi um aukna þjónstu að sinni þar sem vegurinn er á forræði Vegagerðarinnar og ekki liggur fyrir fjárheimild frá Hafnarfjarðarbæ til þjónustu á ríkisvegum.

    • 2006076 – Boð í Garðarölt hjá N4

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu. Áhersla verði lögð á kynningu verkefna sem tengjast umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 2005478 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 1. Frítt í strætó

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2021 og áréttar að fyrir liggur að Strætó bs. er með breytingar á gjaldskrá sinni sem áætlað er að taki gildi um áramót.

    • 2005479 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 2. Fjölgun og endurnýjun ruslatunna

      Tekið fyrir að nýju.

      Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir 15 lið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna.

Ábendingagátt