Umhverfis- og framkvæmdaráð

18. nóvember 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Tekin til umræðu fjárfestingaráætlun, rekstur og gjaldskrá 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða fjárfestingaráætlun 2021-2024, rekstraráætlun 2021 og gjaldskrá 2021 og vísar til bæjarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks sitja hjá.

      Fulltrúi Samfylkingar bókar:
      Vegna gjaldskrá
      Enn og aftur tekur meirihluti Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks þá ákvörðun að hækka frekar álögur á bæjarbúa í stað þess að fullnýta skattstofna sveitafélagsins. Með fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá er ljóst að breiðu bökunum skal hlíft en þunganum enn og aftur ýtt á viðkvæma hópa á erfiðum tímum, fjölskyldufólk og tekjulægri heimili. Þessu mótmælir Samfylkingin. Sérstaklega nú þegar áhrif Kórónuveirufaraldursins dynja á þjóðinni af fullum þunga.

      Vegna fjárfestinga
      fulltrúi Samfylkingarinnar vill minna á mikilvægi aðkomu íbúa að ákvörðunum er varða framkvæmdir og uppbyggingar bæjarins. Því vill ég beina því til meirhlutans að nýta í auknu mæli verkefnið Betribær þar sem íbúum gefst kostur á að senda inn hugmyndir að framkvæmdum og óskir um umbætur. Það er mikilvægt að auka aðkomu íbúa og stuðla með því að auknu íbúalýðræði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka:
      Unnið er að því á stjórnsýslusviði að innleiða ábendingargátt þar sem allar ábendingar sem berast fá athygli og meðferð á viðkomandi sviði. Markmiðið er að ábendingar nýtist við stefnumótun á öllum sviðum sveitarfélagsins.
      Varðandi hækkanir á gjaldskrá skal það áréttað að eingöngu er um að ræða 2,7 % hækkun vegna vísitöluhækkunar og hækkun á sorphirðugjöldum í samræmi við breytingar á gjaldskrá Sorpu.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt staða rekstar til september 2020.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju. Lagt fram svar Vegagerðarinnar.

      Lagt fram.

    • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að taka til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla í samráði við félagið og aðra hagsmunahópa og samhliða að endurskoða útivistarstíga á sama svæði.

    • 2011015 – Gönguleiðir, öryggismál aðgengi gangandi

      Erindi Guðmundar Óskarssonar og Ólafar Guðjónsdóttur lagt fram. Óskað er lagfæringa á gönguleið við Ástjörn og Strandstíg.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og vísar til úrvinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

    • 1006140 – Krýsuvík, beitarhólf f Grindavík og Voga

      Lagður fram samningurinn um beitarhólfið.

      Lagt fram.

    • 2010284 – Hávaði, takmarkanir vegna framkvæmda

      Skipulags- og byggingarráð vísaði þann 3.11.2020
      tillögu um takmarkanir til framkvæmda í þegar byggðu hverfi til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar gerð umsagnar til umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2011085 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021

      Tekið til umræðu.

      Sigurður Sverrir Gunnarsson verkefnastjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mættu til fundarins undir áttunda lið.

      Farið yfir viðhaldsframkvæmdir ársins 2020 og áætlun ársins 2021.

    • 2011212 – Ákvörðun, framkvæmdir, göngustígur í Gráhelluhrauni, mál nr. 118 2020, kæra

      Lögð fram kæra varðandi framkvæmdir á göngustíg í Gráhelluhrauni.

      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins undir níunda dagskrárlið.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt