Umhverfis- og framkvæmdaráð

19. maí 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 380

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Lagt fram að nýju kostnaðarmat vegna aðgreiningu rýma fyrir árganga á hverri hæð.
      Auk þess er lagt fram kostnaðarmat við að flytja fjölgreinadeild í lausar stofur skv. minnisblaði dags 5. mars 2021.

      Stefán Eiríkur Stefánsson mætti til fundarins undir fyrsta dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hefja undirbúning við aðgreiningu rýma. Fjármagn sem áætlað var á þessu ári til verkefna vegna viðgerða utanhúss verði nýtt til þeirra breytinga.
      Minnisblaði vegna kostnaðarmats við breytingar á lausum stofum fyrir fjölgreinadeild er vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Lögð fram tillaga fræðsluráðs um fjölgun ærslabelgja um tvo. “Fræðsluráð leggur til að fjölgað verði um tvo ærslabelgi í Hafnarfirði. Fræðsluráð tekur undir með garðyrkjustjóra varðandi staðsetningu sem leggur til að annar verði settur niður á mörkum Vallahverfis og Skarðshlíðar og hinn í Setbergi, Stekkjarhrauni. Málinu vísað til frekari útfærslu og framkvæmda hjá umhverfis- og skipulagssviði. Fræðsluráð vísar 2,5 milljónum í viðaukagerð til samþykktar í bæjarstjórn.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áætlar kostnað við niðursetningu á ærslabelgjum kr. 5 milljónir og vísar til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Lögð fram tillaga og kostnaður við verkefnið “Grænkun valla”.

      Ishmael David mætti til fundarins undir þriðja dagskrárlið.

      Lagt fram.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram niðurstaða útboðs á hönnun knatthúss á Ásvöllum. Á fundinn mætir Birgir Ö. Birgisson frá Consensa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leita samninga við ASK arkitekta ehf. sem reyndist hagstæðast skv. valforsendum útboðslýsingar.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Lögð fram niðurstaða útboðs á yfirborðsfrágangi.

      Halldór Ingólfsson mætti til fundarins undir fimmta dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að ganga til samninga við lægsbjóðanda, Verktækni ehf.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram niðurstaða útboðs á vökvunarkerfi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að ganga til samninga við lægsbjóðanda, Flux-vökvun ehf.

    • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

      Tekið fyrir að nýju.

      Halldór Ingólfsson mætti til fundarins undir sjöunda dagskrárlið.

      Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir 20 milljónum í endurnýjun á stéttum í eldri hverfum. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að bætt verði 180 milljónum við þennan lið og því verði samtals veitt 200 milljónum á þessu ári í endurbætur á stéttum í eldri hverfum. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að bjóða út verkefnið endurbætur á stéttum og óskar eftir að útboðsgögn verði lögð fram til kynningar í ráðinu.

    • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði í trjáfellingar vegna skuggamyndunar í samráði við íbúa við Öldugötu 18 í samræmi við framlagt minnisblað.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að bætt verði fjármagni við þennan málaflokk á árinu 2021 að fjárhæð kr 30 milljónir og felur sviðinu að uppfæra forgangslista í samræmi við framlagt minnisblað frá 13. janúar 2021. Jafnframt leggur umhverfis- og framkvæmdaráð til að hafin verði heildstæð vinna við að greina skólalóðir í samvinnu við fræðsluráð þar sem áhersla verði lögð að að yfirfara skólalóðir grunn- og leikskóla og eftir þörfum endurhanna og uppfæra skólalóðir bæjarins í samræmi við markmið um aukna hreyfingu og útivist barna.

    • 2104526 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

      þann 12. maí sl. lagði menningar- og ferðamálanefnd til við umhverfis- og framkvæmdaráð að samið verði við Tinnu Bessadóttur.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir tíunda dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera samning við Tinnu Bessadóttur um rekstur Oddubæjar sumarið 2021.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Tekið fyrir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að 10 milljónum verði vísað til viðauka vegna skipulagsvinnu og lagfæringa á stígum og rafmagni í garðinum.

    • 2105298 – Gönguleiðir á nýbyggingarsvæðum

      Tekin til umræðu frágangur gönguleiða, umferðaröryggismála og grassvæða á nýbyggingarsvæðunum í Selhrauni, Hellnahrauni, Skarðshlíð, Skipalóni og á Völlum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að 120 milljónum verði vísað til viðauka vegna frágang gatna og stíga í Skarðshlíð og iðnaðarhverfum.

    • 2103160 – Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2021

      Tekið til umræðu endurúthlutun úr sjóðnum þar sem bílastæði við Kaldársel fengu úthlutaðan styrk.

      Tekið til umræðu.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Kynnt staða rekstrar fyrstu 3 mánuði 2021.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt