Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. október 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 387

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lögð fram drög að gjaldskrá 2022, viðauka við rekstraráætlun 2022 og rekstraráætlun 2022. Fjárfestingaráætlun tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í viðbætur í rekstri skv. minnisblaði og vísar til bæjarráðs.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi rekstraráætlun og gjaldskrár að undanskildu vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðugjaldi þar sem gögn varðandi þessa liði liggja ekki fyrir og vísar til bæjarráðs.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Kynnt útboðsgögn varðandi útboð á viðhaldi gatnalýsingar í bænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að bjóða út viðhald gatnalýsingar.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Kynnt tillaga að leiðarkerfisbreytingu leiðar 1 inn að Skarðshlíð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingar á leið 1 skv. minnisblaði og vísar til úrvinnslu á sviðinu.

    • 2109586 – Hjólagrindur við leik- og grunnskóla

      Lögð fram bókun fræðsluráðs frá 474. fundi 22. sept. sl. “Fræðsluráð samþykkir að gerð verði úttekt og skoðuð þörf á hjólastæðum við leik- og grunnskóla og óskar jafnframt eftir því að kannaðir verði möguleikar á hlaupahjólastöndum við leik- og grunnskóla. Samþykktinni er vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunar 2022.

      Fulltrúi Viðreisnar í ráðinu bókar: Það er dapurt að sjá að enn þurfi að kalla sértaklega eftir því að fjölga hjólastöndum við leik- og grunnskóla og sýnir að Hafnarfjörður hefur enn ekki sett hjólreiðar grunnskólanemenda í forgang.
      Fulltrúi Viðreisnar kallar eftir því, aftur, að farið verði markvist í að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun og setja í forgang, að byggja upp aðgreinda hjólastíga og gera stórátak í kortum og merkingum, ásamt því að svara ákalli um bætta aðstöðu fyrir hjólin við leik- og grunnskólum. Þá bendir fulltrúi Viðreisnar á að fjárfestingar í hjólainnviðum eru með þeim hagkvæmustu sem sveitafélög geta ráðist í, ábatinn liggur í bættum samgöngum, bættum bæjarbrag og betri lýðheilsu.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lögð fram tillaga að skipan í starfshóp.

      Erindi frestað.

    • 21091083 – Ungmennaráð, tillögur 2021, aðstaða nemenda til náms og frítíma utan kennslustunda verði bætt í grunnskólum Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðlsuráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs:

      Lögð fram tillaga 8. Ungmennaráð leggur til að aðstaða nemenda verði bætt í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa ekki nægilega góða aðstöðu til náms eða frítima utan kennslustunda. Til dæmis í Víðistaðaskóla eru göt á borðum, stólar í kennslustofu eiga til að detta í sundur og í frímínútum eiga nemendur enga aðstöðu til að setjast niður nema á gólfinu. Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar eiga betra skilið.

      Lagt fram.

    • 21091067 – Ungmennaráð, tillögur 2021, úrbætur á gangstéttum

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til umhverfis- og framkvæmdaráðs:

      Ungmennaráð leggur til að ráðist verði í úrbætur á gangstéttum í Hafnarfirði
      Staðan á gangstéttum í Hafnarfjarðarbæ er víða slæm. Víða eru sprungur og ójafnar stéttir sem geta valdið slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Mikilvægt er að gangstéttirnar séu aðgengilegar gangandi, hjólandi, fólki með barnavagna og fólki með hreyfihamlanir. Bær sem kennir sig við heilsueflandi samfélag verður að hafa þessa hluti í lagi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunar 2022.

    • 21091080 – Ungmennaráð, tillögur 2021, ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til umhverfis- og framkvæmaráðs:

      Tillaga 7. Ungmennaráð leggur til að ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði

      Víða í Hafnarfirði, sérstaklega utan miðbæjarins, er skortur á ruslatunnum. Flestar ruslatunnurnar eru einnig þeirrar gerðar að þær fyllast fljótt og þola illa hamagang og skemmdarverk, s.s. með rakettum. Ráðast þarf í endurnýjun á ruslatunnum bæjarins og fjölga þeim um bæinn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunar 2022.

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu að forgangsröðun verkefna skv. fundargerð starfshóps um stíga nr. 6.

    Fundargerðir

Ábendingagátt