Umhverfis- og framkvæmdaráð

3. nóvember 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 390

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lögð fram 3 ára áætlun.

      Lagt fram.

    • 1309501 – Skautasvell

      Andri Ómarsson verkefnastjóri menningar- og markaðsmála mætir til fundarins og kynnir verkefnið.

      Umhverfis-og framkvæmdaráð fagnar því að skautasvell verði sett upp í miðbænum og felur umhverfis- og skiplagssviði og þjónustu- og þróunarsviði að fara í viðræður við rekstraraðila Bæjarbíós um utanumhald og rekstur skautasvellsins í ár í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar ákvörðun um að kaupa og setja upp skautasvell í bænum enda hugmynd og tillaga sem kom frá fulltrúa okkar í umhverfis- og framkvæmdaráði fyrir allnokkrum árum. Fallið var frá þeirri tillögu/ákvörðun þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar tók við vorið 2014.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stýrihópur

      Stefán Gíslason mætir til fundarins og kynnir stöðu vekefnisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2109237 – Göngu- og hjólastígar

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að skipulagsfulltrúi mæti til fundar og upplýsi ráðið um stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags og ítrekar bókun frá 2. júní sl. um mikilvægi þess að göngu og hjólastígar fái meira vægi. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góðar umræður og felur formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs að ræða við formann skipulags- og byggingarráðs um samvinnu vegna uppbyggingu og endurbótum á göngu- og hjólastígum.

    • 2110602 – Hvaleyrarvatn, framkvæmdir

      Lögð fram áætlun um uppbyggingu á árinu 2022.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að forgangsröðun framkvæmda við Hvaleyrarvatn í samræmi við framlagt minnisblað og nýtt deiliskipulag þar sem sérstök áhersla er lögð á aðgengi fyrir gangandi, hjólandi og einstaklinga með fötlun.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Kynnt niðurstaða á útboði á Led lömpum.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt