Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. febrúar 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 396

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn; Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Árni Rúnar Árnason sat fundinn í fjarfundi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn; Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Árni Rúnar Árnason sat fundinn í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Lögð fram fundargerð 13. fundar starfshóps um stíga í upplandi Hafnarfjarðar. Þráinn Hauksson landslangsarkitekt mætir til fundarins og kynnir tillögur að legu stíga við Gráhelluhraun.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Þránni Haukssyni fyrir kynninguna.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lögð fram fundargerð nr. 5 sem og minnisblað varðandi áherslur útboðs á sorphirðu.

      Ishmael David verkefnastjóri mætir til fundarins undir öðrum dagskrárlið.

      Lagt fram og umhverfis- og framkvæmdasviði heimilað að hefja vinnu við útboðsgögn í samræmi við framlagt minnisblað.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar menningar- og ferðamálanefndar.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun

      Tekin fyrir að nýju drög að stefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftlagsmálum. Lögð fram umsögn starfshóps.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti athugasemdir við skýrslu um loftlagsstefnu sem fram kemur í fundargerð fjórða fundar stýrihóps um loftlagsmál sem haldinn var 7. febrúar sl. og vísar til bæjarráðs.
      Helstu athugasemdir stýrihópsins við skýrsluna um loftlagsstefnu
      Gott væri að setja hugtakalista aftast sem segir hvað hvert hugtak er að segja og jafnvel nota íslenskar þýðingar Dæmi: PSS (Product service system), CLT, HFC, ESR, innra kolefnisverð omfl.
      Uppsetning má vera með skýrari skiptingu á umfjöllun á hlutverki ríkisins annars vegar og hlutverki sveitarfélagana hins vegar. Veita hlutverki, markmiðum og úrræðum sveitarfélagana meira vægi.
      Kafli 4.2 draga má betur fram þrjá meginflokka losunar. Til dæmis má gera það með dekkra letri eða með skýrari afmörkun.
      Draga mætti fram umfjöllun og dæmi um hagræna hvata varðandi flokkun og endurvinnslu.
      Í aðgerðarlistanum (kafli 6 ? 13) mætti fjalla meira um mögulegar aðgerðir sveitarfélagana. Þegar verkefni úr aðgerðaráætlun eru valin þarf að hafa í huga að þau séu unnin í takt við Heimsmarkmiðin.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar áherslum sínum til áframhaldandi vinnu við heildarstefnumótun bæjarins í samræmi við framlagt minnisblað á ráðsfundi þann 19. janúar sl.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar beiðni sína um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01).
      Ráðið telur mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnuð.
      Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.

    • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

      Skipulags- og byggingarráð vísaði á fundi sínum þann 1. febrúar sl. drögum að greinargerð vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við greinargerðina og telur rökstuðning fyrir því að velja valkost C, loftlínu um Hrauntungur, góðan.

    • 2201607 – Álhella 1, lagning ljósleiðara

      Lagt fram erindi dags. 24.1.2022 frá Orkufjarskiptum vegna ljósleiðarastreng frá tengivirkinu í Hamranesi, yfir í Álverið, í gegnum Tinhellu. Um er að ræða streng sem kemur við þar sem áður var Gasaflstöð Landsvirkjunar, og liggur þaðan í röri með háspennustrengjum yfir í Alverið. Í framhaldi mun svo Hringrás fjarlægja háspennukaplana yfir í Álverið sem einnig hefur í för með sér að sá ljósleiðari er í hættu.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt