Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. mars 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 397

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Pétur G. Markan varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

      Kynnt staða hönnunar. Á fundinn mæta Jón Þór Þorvaldsson og Inga Rut Gylfadóttir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og óskar eftir kostnaðarmati á fyrirliggjandi tillögu.

    • 2202904 – Snjómokstur í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu snjómokstur í Hafnarfirði. Á fundinn mæta Björn B Hilmarsson og Guðjón Steinar Sverrisson frá Þjónustumiðstöð.

      https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/samgongur/snjomokstur/

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar yfirferð yfir snómokstur og hreinsun í bænum undanfarnar vikur og leggur áherslu á þakkir til starfsmanna og verktaka sem hafa lagt á sig ómælda vinnu við hreinsun. Aukin þörf á hreinsun verður í framhaldi yfirfarin þar sem bærinn er að stækka og taka við skilavegum frá ríkinu. Einnig verður aukin áhersla á hreinsun stíga og við stofnanir.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:
      Þó svo vetrartíðin hafi verið óvenju þung frá áramótum í sveitarfélaginu, eins og á landinu öllu, eru það vonbrigði hvað bæjaryfirvöld voru og eru óundirbúin undir slíkt ástand. Ófærð í lengri tíma í götum og á gangstígum er vitnisburður um að bæjaryfirvöld hafi öðru fremur verið óundirbúin í byrjum, verið syfjuð og illa áttuð þegar þurfti að taka á verkefninu af fullum þunga.
      Snjómokstur og snjóhreinsun er ákvörðun um að halda æðum sveitarfélagsins opnum í vetrarþunga, þjónusta sem íbúar greiða fyrir í trausti þess að það sé gert myndarlega. Slík þjónusta þarf að vera undirbúin í tíma og framkvæmd tafarlaust.
      Það er umhugsunarefni að stjórn bæjarins hafi brugðist við skilvirkar og af meiri ákefð þegar listasýning var sett upp með skilaboðum sem ekki var þeim þóknanleg en þegar bærinn var tepptur og ófær vegna vetrarríkis öllum bæjarbúum til ama.
      Taka skal fram sérstaklega að starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið mikla og góða vinnu og er við þá starfsmenn ekki að sakast síður en svo.
      Hér er lögð fram tillaga um að Hafnarfjarðarbær taki að sér snjómokstur bílastæða þar sem félagsstarf eldri borgara fer fram á Flatahrauni og Miðvangi. Það er með öllu ótækt að eldri borgarar í Hafnarfirði séu ekki í forgangi þegar kemur að snjómokstri.

    • 1801603 – Grenndargámakerfi

      Tekið til umræðu að nýju grenndargámakerfið í Hafnarfirði. Ishmael David fer yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram fyrirliggjandi tillögu að breytingum á staðsetningum grenndargámastöðva og fjölgun stöðva.

    • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

      Lagt fram minnisblað.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að aðgreining umferðar við gamla Kaldárselsveg verði í forgangi. Afstaða til beiðni félagsins dags. 10.12.2021 verður skoðuð þegar kostnaður við þann verkþátt liggur fyrir.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Lagt fram erindi varðandi breytingar í Engidalsskóla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kostnaðarmeta tillöguna.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun, Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla unnin af Hermanni Þórðarsyni vegna umhverfisvöktunar á Norðurhellu árið 2021.

      Lagt fram.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Lögð fram til kynningar staða kolefnisjöfnunar sveitarfélagsins.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt