Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. mars 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 399

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 10:00 og tók Árni Rúnar Árnason við fundarstjórn.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 10:00 og tók Árni Rúnar Árnason við fundarstjórn.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.

    • 2110602 – Hvaleyrarvatn, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju.

      Þráinn Hauksson mætti til fundarins undir dagskrárliðum 2, 3 og 4.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við bílastæði og veg vestan við vatnið og lagfæringar á stíg kringum vatnið.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við áframhaldandi stíg að Helgafelli.

    • 2203641 – Grænakinn, leiksvæði

      Kynnt endurgerð leiksvæðis í Kinnum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð leiksvæðis.

    • 2203714 – Flensborg, leiksvæði

      Kynnt tillaga að endurbótum á leiksvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að hefja framkvæmdir við endurgerð leiksvæðis.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Tekið fyrir að nýju.

      Inga Rut Gylfadóttir mætti til fundarins undir 6. dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna stíga í garðinum og felur sviðinu að endurskoða fjárfestingaáætlun.

    • 2203618 – Ásvellir, gatnagerð

      Lögð fram ósk til útboðs á gatnagerð á Ásvöllum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna gatnagerðar fyrirhugaðrar íbúðabyggðar við Ásvelli 3.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar áætlun um kostnað við djúpgámkerfi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0711205 – Vitinn, gönguleið við Hverfisgötu

      Lagt fram minnisblað.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati við lagningu stígs að vita skv. gildandi skipulagi.

    • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

      Lögð fram áætlun verkefna 2022 og áætlun næstu ára.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út viðgerðir og endurgerðir á stéttum.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Lagt fram kostnaðarmat.

      Lagt fram og vísað til fræðsluráðs.

    • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

      Forgangsröðun framkvæmda tekin fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á Suðurbæjarlaug.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar.

      Lagt fram.

    • 1507403 – Hamranesvirki, hækkun manar

      Tekið til umræðu framlenging á möninni við Hamranesvirki.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi um breytingu á mön við Hamranesvirki til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2203617 – Sólvangur, umsjónarmaður fasteigna

      Lagt fram erindi rekstraraðila Sólvangs vegna ákvæðis í samning um að umsjón með viðhaldi og umsýsla þess er á ábyrgð sveitarfélagsins. Lagt til að ráðinn verði umsjónarmaður sem sinnir m.a. Sólvangi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðinn verði umsjónarmaður fasteigna.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lögð fram útboðsgögn varðandi útboð á sorphirðu heimila í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út sorphirðu við heimili.

    Fundargerðir

Ábendingagátt