Umhverfis- og framkvæmdaráð

19. október 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 409

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mæta til fundarins og kynna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Tekin fyrir að nýju rekstraráætlun og gjaldskrá 2023.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrá og rekstraráætlun og vísar til bæjarráðs.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt mætir til fundarins og kynnir stöðu verkefnisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og óskar eftir áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðarmati.

    • 2110460 – Skautasvell í miðbæ Hafnarfjarðar

      Tekin fyrir staðsetning á Hjartasvellinu 2022.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir staðsetningu Hjartasvellsins á Ráðhústorgi.

    • 2209799 – Frisbegolfvöll í uppland Hafnarfjarðar

      Lagt fram erindi Folf á Íslandi og umsögn íþrótta- og tómstundarfulltrúa sem og fundargerð Heilsubæjarins Hafnarfjörður.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

    • 2210125 – Ungmennaráð, tillögur 2022

      Lagðar fram tillögur ungmennaráðs sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 12. október sl.
      Tillaga 1. Leikvellir og leiktæki í Hafnarfirði
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að leikvellir og leiktæki í Hafnarfirði verði gerð upp og þeim fjölgað.
      Tillaga 5. Fleiri ruslatunnur í Hafnarfirði
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði.
      Tillaga 6. Betri og ódýrari Strætó
      Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að fargjöld Strætó verði endurskoðuð með því markmiði að lækka samgöngukostnað barna og ungmenna. Þá vill ungmennaráð að leiðakerfi Strætó verði bætt með tíðari ferðum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna samantekt vegna tillagna ungmennaráðs.

    • 2209094 – Leikhús í Hafnarfirði, framtíðarhúsnæði

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu viðræðna.

      Tekið til umræðu.

    • 2209095 – Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, framtíðarhúsnæði

      Sviðsstjóri fer yfir stöðu viðræðna.

      Tekið til umræðu.

    • 2210302 – Ársfundur náttúruverndarnefnda

      Lagt fram fundarboð ársfundar náttúruverndarnefnda sem haldinn verður í Grindavík þann 10. nóvember nk.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt