Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. febrúar 2023 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 417

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Geirsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmann sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmann sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

      Lögð fram bókun ÍTH.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum um aðsóknartölur sundstaða í Hafnarfirði fyrir árið 2022. Jafnframt er beðið eftir niðurstöðum könnunar um sundstaði sem lýkur 15. febrúar nk.

    • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum um fjölda félaga eftir aldri og áætlaða notkun og skiptingu á nýtingu hússins auk rekstraráætlunar.

    • 2301572 – Víðistaðatún, notkun sumarið 2023

      Tekið fyrir að nýju.

      Umverfis- og framkvæmdaráð heimilar heimaleiki Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni og leggur til að aðrir leikir fari fram á Hamranesvelli. Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 2010303 – Gatnalýsing, uppsetning og rekstur

      Tekið til umræðu.

      Ishmael David mætti til fundarins undir fjórða dagskrárlið.

      Tekið til umræðu.

    • 2209929 – Reykjavíkurvegur, Strandgata, umferðaröryggi

      Lögð fram skýrsla vegna úttektar á aðgengi og umferðaröryggi við gönguþveranir og stoppistöðvar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar greinargóðar skýrslur og vísar þeim til umfjöllunar í starfshóp um stefnu í aðgengismálum. Óskað er eftir kynningu frá höfundi skýrslnanna á næsta fundi ráðsins.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja þakka starfsmanni sviðsins fyrir að vinna málið hratt eftir tillögum fulltrúa Samfylkingarinnar á fundi 16.11.2022 (2208505) þar óskuðu fulltrúar eftir að gerð yrði úttekt á umferðaröryggi í Hafnarfirði. Skýrslurnar um umferðaröryggi frá Eflu eru upplýsandi og gera góða grein fyrir því hvar lagfæringa er þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja að gengið sé að úrbótum í samræmi við niðurstöður úttektar. Ennfremur óska fulltrúar Samfylkingarinnar eftir að gerður sé forgangslisti yfir þær framkvæmdir sem þarf að fara í til þess að tryggja umferðaröryggi og aðgengi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Samfylkingarinnar og ítrekar að gerðar verði úrbætur í umferðaröryggismálum.

    Fundargerðir

Ábendingagátt