Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. mars 2023 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 420

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þröstur Valmundsson Söring varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Fulltrúi Landslags mætir til fundarins og kynnir tillögur.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Ingu Rut landslagsarkitekt fyrir kynninguna.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Fulltrúi Landslags mætir til fundarins og kynnir verkið.
      Haldið verður upp á 100 ára afmæli garðsins 26-27. ágúst.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Ingu Rut landslagsarkitekt fyrir kynninguna.

    • 2206222 – Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur

      Tekin til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lögð fram tillaga að útfærslu á djúpgámum varðandi flokkun í fjóra flokka við heimili.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir greiðsluþátttöku bæjarins um allt að 50% af innkaupakostnaði vegna búnaðar sem nauðsynlegur er vegna breytinga frá flokkun sorps yfir í fjórflokkun og felur umhverfis- og skipulagssviði að upplýsa húsfélög við Norðurbakka og Vesturgötu um fyrirkomulag sorpmála.

    • 2208809 – Sundlaugar, skoðanakönnun

      Lögð fram niðurstaða skoðunarkönnunar sundstaða. Andri Ómarsson verkefnastjóri menningar- og markaðsmála mætir til fundarins og kynnir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Andra Ómarssyni verkefnastjóra fyrir kynninguna. Ánægjulegt er hversu margir gáfu sér tíma og tóku þátt í könnuninni og komu með gagnlegar ábendingar um hvernig má bæta sundstaðina sem nýst getur í áframhaldandi vinnu við endurbætur og uppbyggingu sundstaðanna.

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

      Lagðar fram niðurstöður könnunar um sundstaði og aðsóknartölur.

      Lagt fram.

    • 2209164 – Lækjargata, snjóbræðsla og ljós á göngustíg

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar aðkomu bæjarins að svo stöddu þar sem ekki er komið að endurnýjun malbiks á svæðinu.

    • 2301067 – Setbergsskóli, endurnýjun á þaki

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við Global byggingarfélag og Co ehf.

    • 0803116 – Fráveita, reglugerðsamþykkt

      Tekin til umræðu samþykkt um fráveitu í Hafnarfjarðarkaupstað.

      https://hafnarfjordur.is/wp-content/uploads/2022/11/B_nr_199_2009.pdf

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela umhverfis- og veitustjóra að gera tillögu að breytingu á gjaldskrá fráveitu vegna innheimtu rotþróargjalds.

    • 2302383 – Ásvellir 1, knatthús, útgáfa byggingaleyfis mál nr. 23 árið 2023, kæra

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stöðvunarkröfu í máli nr. 23/2023.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2010043 – Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ

      Lögð fram drög að umsögn.

      Lagt fram.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun

      Lögð fram til kynningar Loftlagsstefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða Loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og vísar til samþykktar bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 11. fundar.

    Kynningar

    • 2303417 – Sundlaugar Hafnarfjarðar, heimsókn

      Heimsókn í sundlaugar bæjarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fór í vettvangsferð í Sundlaugar bæjarins.

Ábendingagátt