Undirbúningshópur umferðarmála

26. maí 2015 kl. 09:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 72

Mætt til fundar

  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1308280 – Hvannavellir - umferðaröryggismál

      Lögð fram til kynningar skýrsla Eflu verkfræðistofu um Kirkjuvelli og Hvannavelli – Umferðaröryggi og breyting í botngötu.

      Lagt fram.

    • 1502051 – Krókahraun - umferðaröryggi

      Lagt fram erindi um ósk um gerð hraðahindrunar í Króahrauni.

      UHU leggur til að byrjað verði á því að mála miðlínu í götuna.

    • 1503068 – Dalshraun, gangbraut á milli Dalshrauns 1 og Reykjavíkurvegar 80

      Lagt fram erindi Actavic um gerð göngubrautar yfir Dalshraun.

      UHU samþykkir að sett verði göngubraut yfir Dalshraun.

    • 1504420 – Álfaskeið, umferðarhraði

      Lagt fram erindi varðandi ósk um hraðadempandi aðgerðir við Álfaskeið 16. Lögð fram hraðamæling í Álfaskeiði við hús nr 16 sem gerð var nú í maí. Meðalhraði frá Flatahrauni mældist 22 km/klst og mesti hraði 50 km/klst. Meðalhraði að Flatahrauni mældist 23 km/klst og mesti hraði 40 km/klst. Álfasekið er 30km gata.

      UHU mældur umferðarhraði í götunni gefur ekki tilefni til aðgerða að sinni.

    • 1505005 – Brekkuás, umferðaröryggi við Hlíðarás

      Lagt fram erindi íbúa þar sem óskað er eftir hraðahrindun í Brekkuás við Hlíðarás.$line$Lögð fram hraðamæling í Brekkuás við Hlíðarás sem gerð var nú í maí. Meðalhraði niður Brekkuás mældist 29 km/klst og mesti hraði 55 km/klst. Meðalhraði upp Brekkuás mældist 27 km/klst og mesti hraði 46 km/klst. Brekkuás er 30km gata.

      UHU samþykkir að byrjað verði á að setja merkta gönguleið á þessum stað.

    • 1505207 – Erluás 31, bílar í snúningshraus

      Tekin til umræðu lagning bíla í snúninshaus götunnar.

      Sent hefur verið bréf til íbúa þar sem áréttað er að óheimilt er að leggja í snúningshausgatna.

    • 1505208 – Móabarð, bifreiðastaða atvinnutækja

      Tekin til umræða lagning atvinnutækja íbúahverfum.

      Tekið tekið til umræðu.

    • 1505263 – Melabraut, skilti og umferðarhraði

      Lagt fram erindi VHE vélaverkstæðis hf varðandi umferðarhraða í Melabraut og uppsetningu á skili.

      UHU leggur til að umferðarhraði verði mældur í götunni. UHU heimilar uppsetningu á söfnunarskiltum.

Ábendingagátt